Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 55

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 55
ANDVARI AFSTAÐAN MILLI KYNSLÓÐANNA 165 einmitt þessi kynslóð á verulegan þátt í því að eyða helzta verndarreit siðgæðis- ins: foreldraheimilið. Af því leiðir aftur að uppeldisáhrif þess verða sundruð og veik, myndugleiki þess yfir börnum og unglingum lítill og afstaðan til lífernis þeirra og verknaðar reikandi. Þungamiðja fjölskyldulífsins er að flytjast út af heim- ilinu, og sama aflið, sem dregur hana þangað, dregur einnig að sér áhuga barns- ins og mótar lífsvenjur þess. Meðan barnið er mjög ungt, er þörf þess fyrir vernd og umhyggju heimilisins svo brýn, að það rígheldur sér í móður, föður og fastan samastað. Enn cr íslenzk fjölskylda nægi- lega heilsteypt til þess að veita miklum þorra ungra barna fullkomið heimilis- öryggi. En í klofnum fjölskyldum, þar sem hinn föðurlega þátt vantar í upp- eldið cða atvinnumarkaðurinn rænir barnið móðurinni, skortir barnið bein- línis uppeldislega umhyggju og þá sælu- ríku öryggiskennd, sem vex af eðlilegri myndun tilfinningatengsla milli barns og foreldra. Jafnskjótt og barninu verður foreldrið vandamál og ráðgáta, t. d. faðirinn, sem það sá aldrei, eða móðirin, sem yfirgefur það daglega vegna atvinn- unnar, er hið eðlislæga trúnaðartraust þess rofið, og það finnur, að hið örugga athvarf, sem það þráir, hefur brugðizt. Fyrstu ár bernskunnar veldur þetta þó aðeins innri erfiðleikum, sem þjá barnið að vísu og geta háð siðgæðisþróun þess, en leiða sjaldan beinlínis til alvarlegra aðlögunarerfiðleika. Á yfirborðinu geng- ur þetta oftast árekstralítið, en á sálrænan vanda barnsins erum við yfirleitt ekki nærfærin. Við leggjum fremur áherzlu á hitt, að barnið læri snemma að bjarga sér sjálft. Almennt verja íslenzkir for- eldrar furðulega litlum tíma beinlínis i uppeldi barnanna, jafnvel í heilsteypt- um fjölskyldum. Allur þorri eldri kyn- slóðarinnar er í þindarlausum cltingar- leik við tekjuaukningu; því verður vinnu- dagurinn langur og áhuginn bundinn við arðvænlegt starf. Móðirin sogast inn í átvinnuflauminn eða finnur sig til knúna að láta heimilisstörfin ganga fyrir upp- eldinu. Islenzk heimili eru íburðarmeiri en tíðkast með öðrum menningarþjóðum við sambærilegan efnahag, en uppeldi barna eru helgaðar færri stundir, þau eru umhirðuminni og lausar tengd foreldrum sínum en annars er talið æskilegt. Af þessari innri og ytri upplausn fjöl- skyldunnar leiðir, að barnið sjálft sogast inn í atvinnuflauminn, miklu fyrr en eðlilegt væri eftir andlegum og líkamleg- um þroska þess. Þar með hefst innrás peninganna í líf æskunnar, sem telja má eitt meginauðkenni íslenzks nútímaupp- eldis. Við sáum, ht'ersu rúið heimilið er að störfum og verkmenningu. En þrátt fyrir breyttar aðstæður halda foreldrar fast við þá skoðun, að reynsla af starfi sé ómiss- andi þáttur uppeldisins. Munurinn frá fyrri tíð er sá, að nú lærir barnið störfin ekki af föður sínum og móður, heldur á þeim markaði, þar sem vinna er keypt og seld. Verknám barnsins er orðið að atvinnu! Urelt er nú með öllu það sjónar- mið, að heimilisfaðirinn vinni fyrir fjöl- skyldunni, þangað til unglingarnir hafa náð vinnufærum þroska. Frá 10—11 ára aldri stunda börn hér á landi atvinnu, hvar sem þau geta fengið, og þess eru ófá dæmi, að skólum hefur verið lokað, til þess að börnin gætu notað sér þá at- vinnu, sem þeim bauðst skyndilega. Það er rannsóknarefni út af fyrir sig, hvort sumar atvinnugreinir, t. d. fiskvinnslu- störf og landbúnaður, ofþjaka ékki börn- um og unglingum að því marki, að and- legur og líkamlegur þroski þeirra bíði hnekki af. Ótalin cru slys á börnum og unglingum við vélar, scm þau kunna hvorki að stjórna né varast. Hér verður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.