Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Síða 65

Andvari - 01.07.1962, Síða 65
ANDVARI MHÐ KÖLDU I3LÓÐI 175 stakur þjáður maður, cn hann er líka ímynd, fulltrúi, á bak við hann er óyfir- sjáanlega stór múgur, hyldýpishaf af þraut. Ilann er mannkynið í smækkaðri, áþreifanlegri mynd, og þú ert önnur smækkuð mynd af sama mannkyni. Mannkyn, maðurinn sem slíkur, lifir, líð- ur og stríðir í ykkur báðum. Þú átt ekki að láta ímyndunaraflið reika til hinna mörgu, til þess aS geta gleymt hinum eina, þú átt að sjá það, sem á bak viS hann er, til þess að mynd hans verði ómót- stæðilega skýr og nærgöngul. Og hann kemur einmitt í veg fyrir þig sem full- trúi, þú mætir þar sendiboða úr veröld þrautanna og hann er tækifæri þitt til þess að senda ofurlítinn geisla inn í myrkur þeirrar veraldar. Það er þetta, sem allir þeir, sem hafa aukið einhverjum verðmætum kapítula í sögu líknarmálanna, hafa fundið og fund- ið nægilega djúpt til þess aS þeir gengu á hólm við böliS í einhverri mynd þess. Þetta er reynsla, sem ekki fæst fyrir rökleiðslur, fremur en önnur sú mannleg reynsla, sem ristir dýpst. Hún er gjöf, eins og trúin. Og það, sem vér höfum eignazt af virkri afstöðu af þessu tagi, er runnið af rótum kristinnar trúar og hennar gjöf, það hika ég ekki við að fullyrða. Raunveruleg samkennd með öðrum mönnum er ekki mjög gömul staÖreynd í sögunni. Að maðurinn sé mætur í sjálfum sér, hver maður, án tillits til þjóðernis, stöðu, dugnaðar, heilsu, vitsmuna eða mannkosta, var lengstum framandi hugs- un. Að það sé eitt og sama líf, sem lifir í oss öllum, að vér séum limir á sama lík- ama og að vanheilindi hvers kyns hvíli á honum öllum jafnt, var fjarstæð hug- mynd, og er það enn. En hún hefur síazt inn í meðvitund hvítra manna og er horn- steinninn í siðgæðislegu viðhorfi þeirra, en fjarri því að vera óhult, ems og dæm- in sanna. Ótvírætt verSur hún rakin til Biblíunnar. „Eigum vér ekki allir hinn sama föður? Idefur ekki einn Guð skap- að oss? Hvers vegna breytum vér þá svik- samlega hver við annan? Hefur ekki einn og hinn sami gefiS oss lífið og viðhaldið því? Og hvað heimtar sá hinn eini?“ Svo mælti spámaðurinn löngu fyrir Krists burð. En það var fyrst hinn óviðjafnan- legi boðskapur og atferli Krists, sem rauf alla þá múra, sem sérhyggjan, þjóðernis- leg, stéttarleg og trúarleg, hafði hlaSið, og bar sinn himinborna neista aS því tundri, sem fyrir lá í trúarvitund Israels, svo að úr varð sprenging, er hefur vcrið að verka allt dl þessa dags. Þau áhrif hafa runnið hvítum mönnum í blóð og það þarf fantatök til þess að rýma þeim þaðan, þótt hitt sé líka satt, að það þurfi stundum sterka inngjöf dl þess að gera þau virk. Þau hafa ekki sigrað heim- inn. En þegar heimurinn sigrar þau, steypist hann í Ginnungagap villimennsk- unnar. Nýja testamentið flutti og flytur þann boðskap, að enginn sé svo lýttur, að hann sé ekki fagur í augum GuSs, enginn svo sekur, að hann eigi ekki uppreisnarvon, enginn svo útskúfaður, að hann sé ekki bróðir þinn, enginn svo langt fyrir neðan þig, við hvaða stiga sem þú miðar, að þú sért ekki bróðir hans, ekkert líf svo aflaga eða vonlaust, að það sé ekki heilagt, eng- inn svo ófullkominn, að hinn fullkomni sjálfur hafi ekki stigið niður á þrepið til hans og gert sig eitt með honurn, enginn svo fullkominn, að hann standi ekki í rauninni jafnfætis hinum aumasta, brot- legasta, allslausasta, í sömu sporum og hann fyrir Guði. Allt, sem er skapað í mennskri mynd á einn og sama föður, eitt og sama eilífa gildi. En vér höfum allir brugðizt, án undantekningar. Einnig í því erum vér ein órofa heild. Sök manns- ins, smán mannsins, er líka mín sök og smán. Ég get aldrei staðið álengdar. Þeg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.