Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1962, Page 66

Andvari - 01.07.1962, Page 66
176 SIGUUBJÖRN RINARSSON ANDVARt ar allt cr rakið til rótar, eru upptök mann- legra glapa og lánleysis svo djúpstæð í sameiginlegum jarðvegi, sem vér eigum öll aðild að og berum öll ábyrgð á, að enginn getur sagt með Pílatusi: Sýkn er ég, þetta kemur mér ekki við. Þér kannizt við orðið erfðasynd, hug- tak, sem oft var misskilið og oft afflutt. Það er þetta, sem í því felst: Smán manns- ins er líka mín og þín, eins og tign manns- ins, helgi guðlegs uppruna og köllunar, cr á bak við hvert mannlegt auglit, hversu afskræmt sem það kann að vera. Þetta sjálfdæmi og þetta mat gerir sam- vizkuna órólegri, af því að það lífgar hana, það gerir blóðið heitara og heilla, því að það er að lifa samábyrgð og samsemd með öllum mönnum. Og svo að lokum það, sem er stærst og helgast allra leyndardóma: Guð gerðist sjálfur samábyrgur, hinn hreini og lieilagi gerði sig samsekan oss — ekki af því, að hann sé sekur um neitt, heldur af því, að hann finnur til með oss. Þér kannizt líka við þessa hugsun, hún er kölluð friðþæging, líka oft miskilin, jafnvel afflutt. En engin hugsun var frjórri í sögu líknarmálanna. Elin guð- dómlega samkennd er svo alger, að heil- agur Guð gerist bróðir syndarans og segir við hann: Þín sök er mín, og við alla þjáða: Þín þraut er mín. Þetta hefur krossinn boðað. Og þeir voru margir, sem lifðu við fótskör kross- ins þá einingu við þann mátt, sem líður í allri þraut, að hugur þeirra varð skap- andi orkulind kærleikans, samúð þeirra varð gædd guðdómlegu hugviti og fórn- fýsi í þjónustu líknseminnar. Þeir fundu, að það er ósegjanleg heilög náð að mega hjálpa og geta hjálpað. Ollum, sem vinna að mannúðarmálum, er ljóst, að vakning samvizkunnar og samkcnndarinnar er frumforsenda allrar slíkrar viðleitni, ef hún á að komast áleiðis. Og þeim verður líka ljóst, fyrr eða síðar, að vér þurfum að þreifa eftir þeirri kviku hjálparviljans, sem hefur fjör- gjafa sinn frá hinni djúpu lind Krists- trúarinnar. Eins er oss vant og án þess erum vér snauð, hvað sem lífskjörum liður, og það er trú, sem starfar í kærleika.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.