Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 94

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 94
204 SVERRIR KRISI'JÁNSSON ANDVARI í annan stað ræðir réttarbótin um þá menn, sem eiga minna fé en 5 lnindr- aða, en eru búlausir og óvistráðnir. Þeir „skulu búðarmenn heita eðr sjómenn“. Þeim er skylt að selja konungi eða bans umboðsmanni allt sem þeir hafa til sölu af þarfindum, ef bonum leikur bugur á, en „ella skulu þeir bændum þjóna ef með þurfa“. Það er auðsætt af fyrirmælum þessarar réttarbótar frá miðri 14. öld, að upp eru að rísa í íslenzku þjóðfélagi vinnustéttir, sem standa utan við þann framleiðsluhátt, er markast af bónda og vistráðnu hjúi. Þetta eru lausamenn, sem fara með varning um sveitir, okkar fyrstu innlendu kaupmenn, og sjómenn, sem einnig eiga verzlun við umboðsmann konungs. Þessir menn eiga sér nokkuð sjálfræði í hinu arfhelga íslenzka bændaþjóðfélagi, standa sumpart utan vé- banda þess. Þetta er frjálst verstöðvafólk og lýtur ekki þeim húsaga, er griðmenn urðu að hlíta. Ur skauti þessara stétta gat sprottið borgaralegt þjóðfélag, ef önnur skilyrði voru fyrir hendi, upp úr verstöðvunum gátu risið þorp og bæir, ný félagsleg verkaskipting. En svo varð ekki. Bæði konungur og hið íslenzka löggjafarvald lögðust á eitt um að ekki risu bæja- eða þorpabyggðir með óvist- ráðnu fólki við sjávarsíðuna. Árið 1480 bannar konungur vetursetu í landinu útlendingum, sem tæli hjú frá bændum, svo að þeir fá ekki byggt og setið jarðir sínar. Píningsdómur 1490 endurtekur þetta bann og herðir á ákvæðum réttarbótarinnar frá 1350: engir mega vera búðsetumenn, nema þeir eigi búfé til að fæða sig við; þótt eign þeirra nemi 3 hundruðum eða meiru, eru þeir skyldir til vinnu hjá bændum, svo vel konur sem karlar, en þeir sem ekki vilja vinna svo skulu sviptir afla sínum og verður honum skipt milli umboðsmanns konungs og bænda sveitarinnar. Næstu aldir var Píningsdómur oftlega samþykktur og í hann vitnað, er íslenzk löggjöf þurfti að skipta sér af búðsetumönnum og launamönnum. En það urðu aldrei til borgir á íslandi, þar sem þetta fólk befði getað lifað af hand- björg sinni. Þegar verzlunareinokunin lagði sína köldu og dauðu hönd á ísland brást með öllu sú von að borgir eða bæir gætu risið upp í landinu. Lausamenn og sjómenn og það fólk sem flosnaði upp í bændaþjóðfélaginu urðu flakkarar og förumenn, sem ráfuðu um sveitirnar eða milli héraða. Oft á hverri öld eru gefnar út nýjar tilskipanir og lagasamþykktir gegn lausamönnunum, jafnan er reynt að kúga þá í vistir. Rétt fyrir miðja 18. öld er lausamönnum skylt að eiga 10 hundraða eign til tíundar virt, og loks er með tilskipun 19. febrúar 1783 öllurn bannað aS vera í lausamennsku. Þetta gerðist þremur árum áður en til- skipun um „fríheit kaupstaðanna á íslandi" var gefin út, en það var upphaf að miklum aldaskiptum í sögu íslenzku þjóðarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.