Andvari - 01.07.1962, Side 98
208
SVERÍUR KRISTJÁNSSON
ANDVAllI
urinn eða Hólmsverzlun. Hólmurinn, sem hér er átt við, var vestan Efferseyjar-
granda, og eru þar nú ekki annað eftir en sjóbarin sker, sem koma upp úr sjó
við fjöru. Á 17. öld voru verzlunarhúsin flutt út í Effersey, en verzlunarstaður-
inn kallaður eftir sem áður Hólmurinn, og Reykjavíkurhöfn hét Holmens Havn
í rnunni þeirrar tíðar manna. Rlólmskaupstaðar er fyrst getið á öndverðri 16.
öld, virðist þá vera orðinn helzti verzlunarstaður við Faxaflóa, og höfðu þýzkir
kaupmenn frá Brimum þar aðsetur. Þegar einokunarverzlun var komið á 1602
sigldu þangað Málmeyjarkaupmenn. Um miðja 17. öld berast miklar kvartanir
vegna verzlunarinnar í Hólminum. Til er kæra frá Þórði Hinrikssyni sýslu-
manni í Borgarfjarðarsýslu yfir höndlun í Hólmskaupstað: Þar er maur í méli,
járnið ónýtt, rúgmjölið mengað pækli úr salt- og síldartunnum, brennivínið
stundum hlandað sjó eða vatni. Og segir í kærunni með nokkrum þótta: Svo
höfum vér og nægan skilning fengið sjálfir að hlanda brennivínið eftir vorri
hugarlund. Þá var einnig sagt, að mjöðurinn, sem Hólmskaupmenn seldu, líkt-
ist ediki, en danskt öl væri selt sem lýbskt, og þóttu það vond kaup. Sarna ár
og kæra þessi var skrifuð var „borið fram í lögréttu til ákenningar og prófs víns
úr Hólmi, og virtist þeinr það smökkuðu, hvorki hafa þann farfa eður smekk,
sem almennilegt vín er vant að hafa, og af prestunum er communicerað söfn
Jo <<
uounum.
Reykjavík og þær sveitir, sem sóttu verzlun í Hólminn hafa því eklci farið
varhluta af blessun einokunarverzlunarinnar, og sömu sögu höfðu flestar byggðir
íslands að segja. Það er ekki fyrr en heilli öld síðar, að aftur heyrast kvartanir
um verzlunarhagi í Hólmskaupstað, nokkru eftir að byggingar stofnana Skúla
Magnússonar risu þar upp og ný öld virtist gengin í garð í hinum gamla verzl-
unarstað. í fyrsta skipti í sögu íslands skyldi komið upp verksmiðjuhúsum að
þeirrar tíðar hætti, iðju, sem rauf ramrna hins forna handiðnaðar sveitanna. Til
þess þurfti að reisa mörg ný hús á hinni gömlu landnámsjörð, og tók Skúli
til óspilltra málanna.
Hús stofnananna, eða „Innréttinganna" eins og þær voru venjulega kall-
aðar, voru byggð meðfram Aðalstræti, er varð fyrsta gata Reykjavíkur, upphaf-
lega aðeins troðningur eftir verkafólk stofnananna. Húsin lágu frá suðri lil
norðurs og skulu þau talin hér í þessari röð: 1. íbúðarhús forstjórans, austan
núverandi Aðalstrætis og skammt norður af gamla kirkjugarðinum, úr timbri,
fyrir norðan það var fjós; 2. dúkvefnaðarhús, 3. klæðavefnaðarhús, bæði úr
timhri, vestan Aðalstrætis og andspænis íbúðarhúsinu; 4. spunahús, lá upp
með Grjótagötu, sennilega úr torfi og grjóti; 5. geymsluhús, lá sunnan Grjóta-
götu, varð síðar lóskurðarstofa, var úr tirnbri; 6. smíðahús, 7. sútarahús, 8. beykis-
búð, 9. eldhús, 10. búr, 11. eldiviðarhús og 12. hjallur. Sjö hin síðasttöldu hús