Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Síða 110

Andvari - 01.07.1962, Síða 110
220 ÓLAFUR JÓNSSON ANDVARI bcztar virðast mér tvær sögur, Aldnar hendur og Barnórar. í þeim báðum, og þó einkum hinni fyrrnefndu, nýtur sín vel einfaldur og kjarnyrtur frásagnarhátt- ur höfundar og glettinn mannskilningur með hóflegum undirstraumi alvöru. Þær bera því vitni, umfram flestar aðrar í þessari bók, að hann getur enn sett saman allgóða sögu ef svo ber undir. Þeir Jakob Thorarensen og Guðmund- ur Hagalín munu ekki taldir ýkja svip- líkir höfundar. Þó má finna með þeim nokkurt skyldleikamark; einnig Hagalín er hálfur í heimi fyrri tiðar, og þar er hann löngum beztur. En ritgáfa hans er frá upphafi miklu fjörugri og fjölskrúð- ugri en Jakobs, og afköstin enda sam- kvæmt því: mér telst svo til í fljótu bragði að á fjörutíu ára ritferli hafi hann gefið út a. m. k. jafnmargar bækur frumsamd- ar. í slíkum afköstum hlýtur að gæta margra misjafnra grasa, og engin launung er á því að skáldskaparverk hans í seinni tíð hafa flest verið næsta lítilsigld; aðal- verk hans hin seinni ár er á sviði ævi- sagnaritunar, og þar mun margt stórvel gcrt. Þróun Hagalíns í þessa átt er reynd- ar auðskilin: beztu verk bans frá fyrri tíð, vestfirðingasögur hans, eru einmitt mann- lýsingaskáldskapur, einfaldur í sniðum þótt ekki skorti hstrænan svip, með al- þýðlegum, þróttmiklum frásagnarhætti. En þessi tök hafa fatazt honum í skáld- skap í seinni tíð, í stíl hans hefur sótt hömlulaus mælgi, mannskilningurinn Iiefur stirðnað og sljóvgazt, og eftirsókn hans eftir að predika, „flytja jákvæðan boðskap", hefur leikið sumar sögur hans illa. Ný skáldsaga hans heitir andkannalegu nafni Töfrar draumsins; hún er að sumu lcyti fastari í sniðum og með heillegri svip en aðrar seinni sögur hans. Þó er varla gcrlcgt að líta á hana sem listrænt vcrk, til þess er hún of yfirborðsleg og mærðarfull, skortir í senn innri þrótt og ögun. Sjálft söguefnið er skemmtilegt: heimkoma út- lagans sem í mannsaldur hefur unnið fjöl- skyldu sinni með erfiðismunum og við lítinn munað í fjarlægri heimsálfu, að- koma hans og viðbrögð heimafólks. Mað- ur gæti ímyndað sér að meistari af gerð Hamsuns t. d. hefði getað unnið úr þess- um efnivið listilegan grip. Og sumt tekst Hagalín allvel í sögunni: í gerð þeirra beggja „manntröllsins" Þorvalds og ást- konu hans, hinnar sextugu Ástu Bellónu, eru drög að minnilegum og þróttmiklum mannlýsingum í ætt við fyrri verk hans. Miklu miður tekst honum upp með út- lagann Demanta-Jón sem þó á að ráða ör- lögum í sögunni; hann verður þar bæði litlaus og líflaus. Þessu veldur ekki sízt „draumkenning" böfundar („að dreyma er að lifa, að vakna er að deyja") sem þó er ætlað að vera uppistaða alls verksins. Honum tekst ekki að sameina þessa „heim- speki" sína, sem er honum ærið hjart- fólgin, efnivið sínum og sögufólki; í stað þess að hún birtist í og af sögunni verður hann að leggja hana sögufólkinu í munn skýrt og skilmerkilega til að allt kom- ist til skila. Samfara þessu þróttleysi í persónusköpun eru svo mistökin í stíl. Málfar Hagalíns á sögunni er að vísu bragðmikið og kjarngott með köflum, enda virðist hann gera sér allt far um að vanda til þess og forðast a. m. k. sumar öfgar sem stundum hafa lýtt stílsmáta hans. En stíllinn er svo yfirtak fjölorður, „skrautlegur" og bólginn af lýsingu að allt fer úr böndum; uppgerð og tilgerð koma fyrir einlægni, linka fyrir þrótt. Kynólgustíl mætti kalla þennan frásagn- arhátt, enda birtist hann ekki sízt í sí- endurteknum lýsingum á líkamsblóma Astu Bellónu eða burðum Þorvalds og „safamiklu" náttúrufari manna og jarðar. Þetta tvennt, óheilt viðhorf við sögunni og sögufólki og forskrúfaður gervistíll, er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.