Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 115

Andvari - 01.07.1962, Side 115
ANDVARI ÍSLKNZK SAGNAGKRÐ 1961 225 leyti. Þessu fylgir óhjákvæmilega að rök- vísi í söguþræði fer öll út um þúfur, áhrifavald þeirra Jóns einstæðings og Val- dísar, til dæmis, verður óskiljanlegt alveg eins og vald kaupmannsins yfir Sveini eða ofstækismáttur Magnúsar trésmiðs. Persónurnar brestur sem sagt bæði innri og ytri gerð, þær verða aldrei lifandi fólk í sögu. Mér er ekki til efs að Sigurði A. Magn- ússyni sé allmikil alvara með sögu sinni, en hitt er engan veginn ljóst hvað þar vakir fyrir honum, enda tekst honum hvergi að gæða sögufólk sitt lífi eins og áður er sagt. Þó rná geta þess að kyntákn sögunnar (sbr. hellinn í dalnum) og kyn- ferðisátök virðast höfundi einkar hugleik- in og rnargt er þar rætt „spaldega" urn kynferðismál. Má vera að lífsskilningur höfundar birtist einna berast í þessum skrifum, svo sem hugljóman Sveins um þungamiðju lífsins, „konuna, gyðjuna, Valdísi sem stendur þarna orðlaus og ögr- andi umkringd mönnunum sem náttúran hefur fengið henni til umráða og dáleiðir þá með þeim töfrabletti skautsins sem er brennipunktur þungamiðjunnar." Um listrænt gildi, eða þrótt, þessarar lýsingar hæfa sem fæst orð, en klausan er út af fyrir sig dágott dæmi um stílsmátann á sögunni sem er í stíl við hana að öðru lcyti, frámunalega flatur og kauðskur, og tekur þó fyrst steininn úr þegar höfund- ur freistar tilþrifa eins og í samfaralýs- ingum eða heimspekilegum hugrenning- um sjálfs sín eða sögufólks. í sem stytztu máli sagt: Næturgestir er athyglisverð bók fyrir það eitt að þar mun sjaldgæft dæmi þess hversu metnaðargjörnum höf- undi bregzt í senn allt sem þarf til að gera lifandi skáldskap; og af þeim sökum einum hefur verið fjölyrt um hana hér. Það sem Sigurði A. Magnússyni reynist ofviða tekst Gísla Kolbeinssyni allvel í fyrstu bók sinni; hann hefur sögu að segja og lánast að segja hana. Rauði kötturinn er látlaus saga á yfirborði en leynir reynd- ar á sér, hún er mjög læsileg, furðu hag- lega byggð og býr á köflum yfir næstum Ijóðrænum þokka. „Sjómannasögur" geta iðulega verið cinkar læsilegar, og býsna mikið er til af góðum sögum þessarar tegundar. Stef þessara verka er iðulega hið sama: fyrsta færi ungs manns að standa óstudd- ur og reyna mátt sinn, kynni hans af framandi löndum og fólki, heiminum, -—• „lífinu" í skáldsöguskilningi. Tveir þætt- ir geta mætzt farsællega í þessum bók- menntum: annars vegar lýsing framandi þjóða, siða og ævintýra í listrænum ferða- sögustíl, hins vegar alvarleg skáldskapar- viðleitni í mannlýsingum og söguþræði. Þetta hvort tveggja á með nokkrum sanni við um sögu Gísla Kolbeinssonar, og hún ber mörg góð einkenni venjulegra sjó- mannasagna. Af þeim toga er margt í lýs- ingu skipshafnarinnar á Stapafelli hinu íslenzka í Havannahöfn; og þarna er a. m. k. ein klassísk persóna þessarar tegundar, Skakköxlin sem allur er í sögum sínum, dável gerð mannlýsing og skemmtileg viðkynningar í íslenzkri sögu. Sögusviðið er Havanna á Kúbu á tíð Batista þegar uppreisn Castrós er komin á lokastig; og mynd þeirrar borgar verður furðu lifandi og minnisstæð af sögunni, lýsingin í senn fjölþætt og trúverðug vegna liófstillingar sinnar. Pólar sögunnar eru tveir, knæpan Rauði kötturinn og tukthús eitt þar í Ha- vanna; og sjálf segir sagan af kynnum tveggja íslenzkra sjómanna af þeirri Kúbu sem í bókinni stendur í þessu tvöfalda tákni, fangelsisins og hóruhússins. Sjálf ástarsaga þeirra Gunnars stýrimanns Garðarssonar og haitístúlkunnar Lenu er ekki meginatriði í sögunni fremur en tukthússvist Sigtryggs loftskeytamanns; uppistaða hennar er kynni þeirra félaga af því lífi sem lifað er í þessu framand-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.