Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 116

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 116
226 ÓLAFUR JÓNSSON ANDVARI lcga umhverfi. Þú þekkir ekki Kúbu, þú veizt ekkert um Kúbu er viðkvæSi sög- unnar í munni Lenu, — en lesandinn er að sögulokum allmiklu nær um það fólk sem frá segir í sögunni og líf þess. Það ber hæfileikum Gísla Kolbeinssonar gott vitni hversu haglega honum tekst að vefa saman þessa þætti sögunnar án þess að raunsæisyfirbragði hennar sé nokkurs staÖar hætt og án þess að nokkurs staðar halli á hlutlægan, hófsaman frásagnar- mátann. Ekki er síÖur athyglisvert hversu skýr- lega og lifandi aukapersónur eru yfirleitt mótaðar í sögunni. ASur var ncfnd Skakk- öxlin, en sama gildir um aðra skipsmenn sem koma þó miklu minna við sögu. Andrúmsloftið á skipinu birtist lesanda í lýsingu þessara manna, rétt eins og Kúba er ekki sízt í glöggum svipmyndum fólks sem þeir félagar hafa skipti við. Gísla er lagið að bregða upp mannlýsingum í fá- um dráttum — ég nefni af handahófi dyravörðinn á Rauða kettinum, kaup- manninn, granna Lenu, fangelsiskumpána Sigtryggs — sem minnisstæðar verða og lifandi í sögunni og gera sitt til að ljá hcnni andrúmsloft. Höfundur freistar hvergi frumleika, hann ristir ekki djúpt og leitast enda ekki við þaÖ, en hann hef- ur næmt auga fyrir fólki og umhverfi þess og heppnast vel að finna athugunum sínum eðlilegan stað í sögunni. Sumt af þessu fólki kann að vera skilið hefð- bundnum skilningi, en það verður hvergi til lýta; hann skrifar ekki um manngerðir heldur lifandi fólk, lýsing hans er ævin- lega raunsæ og trúverðug. Hið sama gild- ir um aðalpersónur sögunnar, Gunnar, Sigtrygg og Lenu. Lcna er að sumu leyti bezt gerð persóna í sögunni. Idún er þar fremsta tákn þess „lífs“ sem sjómennirnir sakna úr hversdagsamstri sínu og leita í landi, og í senn er hún blóðheit lifandi stúlka án óþarfa bókmenntabragðs. Þetta heppnast Gísla vel, lýsing Lenu hefur til að bera sama tvígildi sem er bezti kostur allrar sögunnar. Þeir Gunnar og Sigtrygg- ur eru að sumu leyti einfaldari að gerð, og lýsing þeirra er gerð af sama raunsæi og annars sögufólks. Þetta er styrkur höf- undar: hann þekkir dável sögufólk sitt og sögusvið, kann sér ævinlega hóf í at- burðarás og mannlýsingum og velur ör- ugglega trúlegri kostinn þegar tveir eru uppi. Fyrir vikið fær öll sagan sterkan raunsæisblæ þótt undir niðri sé fjallað um rómantískt efni og laust í böndum og á hinu leiti bjóði ævintýrafrásagnir og reyfarabrögð sjálfum sér heim. A þeirn skerjum steytir Gísli Kolbeinsson ekki, og fyrir vikið verða ævintýri þeirra félaga — söguþráðurinn — einkar trúverðug. Gunnar stýrimaður er sýnilega sú persóna sögunnar sem nákomnust er höfundi sjálfum, en hann gerir sér allt far um að sjá hann úr fjarlægð, lýsa honum af sömu hlutlægni og öðru sögufólki. Það er vafa- mál hvort þetta tekst til fulls: Gunnar verður einna óskýrust persóna í sögunni, hann er margþættari, en jafnframt dul- ari, lokaðri, en annað sögufólk, og kann þetta að eiga sinn þátt í að ofurlítið dauf- leikabragð er að sögunni á köflum. Sig- tryggi er á hirm bóginn vel og skilmerki- lega lýst. Fangavist hans er ævintýrum Gunnars í senn hliðstæða og fylling, per- sónan sjálf náskyld Gunnari, en þróun hcnnar lokið, Sigtryggur er fastmótaður og kemst einna næst því að vcra „dæmi- gerðu r" af öllu sögufólki. Helzta lýti þessarar sögu er hirðuleysi í stíl og málfari sem spillir henni allvíða. Á stöku stað virðist það hvarfla að höf- undi að hann sé reyndar að skrifa ferða- pistla handa Vikunni eða sjómannablað- inu Víkingi en ekki skáldsögu, og af því stafa óþarfa skýringar, vifilengjur og at- hugasemdir sem ekki koma málinu við. Málfar hans er ekki ósnoturt víðast hvar,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.