Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 125

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 125
ANDVARI ÍSLENZK SAGNAGERÐ 1961 235 ræðu, djúpu og ríku lífi, skírskotun sem nær miklu dýpra og hærra en „söguefnið“ segir til um. Hér mætti enn ræða lengi um þessa sögu og þá ekki sízt haglega gerð hennar, áhrifarík listbrögð og byggingartækni. Skal þó staðar numið að sinni. Það kann að vera álitamál og smekksatriði hverju sinni hver sé „bezta bók ársins“, og skal ekki um það deilt hér. Hitt er fullljóst að Guðbergur Bergsson hefur unnið frægan sigur með sögu sinni, og mikils verður vænzt af næstu verkum frá hendi hans. 8 Asta Sigurðardóttir hefur sætt þeim andkannalegu örlögum að flest sem hún hefur skrifað hefur horfið í skugga einnar sögu, hinnar nafnkunnu sem hirtist í Lífi og list á sinni tíð og mun hafa valdið ýmsum hneykslunum í ýmsum áttum, en jafnframt vakið meiri athygli en títt er urn fyrstu verk ungra höfunda. Síðan eru meira en tíu ár, og nú hefur Ásta safnað sögum sínum í eina bók undir heiti hinn- ar frægu sögu, Sunnudagskvöld til mámi- dagsmorguns, fyrstu sögu bókarinnar og hinnar elztu. Flestar hafa þær áður birzt á dreif í tímaritum, en tvær sögur eru nýjar að bókarlokum. Titilsaga bókarinnar og þrjár sögur aðrar eru samstæðar að efni og frásagnar- hætti, allar sagðar í fyrstu persónu og fjalla allar um unga stúlku á götunni í Reykjavík. Sögurnar eru Sunnudags- kvöld til mánudagsmorguns, Gatan í rigningu, Draumurinn og í hvaða vagni, allar sýnilega byggðar á persónulegri reynslu höfundar, og virðist reyndar sumt af þeim toga í öðrum sögum bókarinnar. Álitamál kann að vera um formhliðina á þessurn sögum Ástu, þær brcstur sums staðar hnitmiðun og upphyggingu smá- sögu, eru nánast frásagnir á takmörk- um raunsæis, en á köflum með næstum súrrealísku ívafi. Söguhetja er götustúlka, utangarðskonan; og uppistaða þessara sagna allra er tilfinningalíf hennar, ein- falt, frumstætt og lífshungrað, og aðeins snertispölur í næstum lostafulla grimmd. Frásagnarhátturinn hæfir þessurn efni- við, hann er einfaldur og nakinn, hlífð- arlaus, en á köflum hnyttilega myndvís og myndríkur. Allt þetta birtist allvel af fyrstu sögunni: táknmál hennar er barns- lega einfalt alveg eins og sjálf tilfinn- ingin að baki sögunni, en engu að síður verður hún minnisstæð vegna hlífðar- leysisins í frásögn og þó einkum vegna hinnar ríku upplifunar í sögunni, — hún er sönn í barnslegum einfaldleik sínum. Þess vegna trúir lesandi raunverulega ógn stúlkunnar í partíinu, í draumnum um tjörudíkið og viðskiptunum við nauðg- arann þótt þessar lýsingar séu i sjálfu sér fjarri öllu „raunsæi", og á sama hátt verður lýsingin á gleði hennar og lífs- nautn að sögulokum ágætlega trúverðug. Gatan í rigningu er cinfaldari og hófsam- legri og með meira sögusniði, kannski bezt þessara sagna og þar með i bókinni. Götustúlkan birtist manni iill í þessari næmlegu og skemmtilegu lýsingu, frum- stæð lífsnautn hennar, ábyrgðarleysi og utangarðsmennska; sagan er ekki skýring á stúlkunni heldur túlkun hennar. í Draumnum er nýtt uppi á teningi: utan- garðslíf götustúlkunnar verður ekki þolað til lengdar, áreksturinn við siðavant, skilningslaust og hatursfullt umhverfið er uppistaða þessarar sögu sem lýkur í næstum óþolandi sársauka. Ásta velur þann kost að lýsa viðskilnaðinum við drauminn, fóstureyðingunni, í formi mar- traðar; það lánast hér allvel og dýpkar söguna til muna. En nýr skilningur á söguhetjunni birtist hér ekki: barnslegt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.