Andvari - 01.07.1962, Page 126
236
ÓLAFUR JÓNSSON
ANDVARI
grimmdaryfirbragS draumsins er einmitt
af sama toga og önnur stíleinkenni Ástu
á þessum sögum. f hvaða vagni hefur
ólíkt yfirbragð hinum fyrri sögum, skrifuð
í eintalsformi, brotalaus og raunsæ í stíl;
en hún er eðlilegur eftirmáli fyrri sagn-
anna þriggja, næmleg lýsing á umkomu-
leysi stúlkunnar eftir skipbrotið.
Þessir fjórir þættir eru samstæðir, með
eðlilegum hætti framhald og fylling hver
annars. Eins og áður er vikið að má
finna að frásagnarhætti frá formlegu
sjónarmiði, og eins orka sumar lýsingar
kannski nokkurs tvímælis. En kostir
sagnanna eru þó svo yfirgnæfandi að
lýtin verða lítilvæg; með þeim sannfærir
Ásta Sigurðardóttir lesanda um rithöf-
undarhæfileik sinn og erindi á ritvöll. Á
hitt er að líta hversu þessir hæfileikar
nýtast henni í öðrum sögum þar sem
formlegra sögusniðs er freistað og við-
fangsefni ekki jafn nákomið höfundi og
áður.
Kóngaliljur er snotur og gcðfelld saga,
ekki óskyld þeim sem fyrr var rætt um,
en öll mcð raunsæisyfirbragði — eins og
raunar allar seinni sögur Ástu. En hér
er viðfangsefniS höfundi fjarlægara, og
lýsing stúlkunnar er gerð af hófsemi og
hlutlægni. Sama gildir um aukapersónur
sögunnar þótt hlutverk þeirra sé ekki
annað en vera andstæða og skýring við
mynd stúlkunnar sjálfrar. Baksvið þess-
arar sögu, eins og flestra annarra sagna
Ástu, er Reykjavík, eða öllu heldur vissir
þættir Reykjavíkurlífs: gatan og götulíf
utanhúss og innan, rónaslóðir, bragga-
hverfi, rúnturinn. Og umhverfislýsingin
er að því skapi, það einkennist löng-
um af grimmd, skilningsleysi, fyrirlitn-
ingu og á stundum blindu, siðlausu hatri.
En hitt er athyglisvert, að Ásta skrifar
aldrei beina þjóðfélagsádeilu; þannig er
t. d. Kóngaliljur þrátt fyrir viðfangsefnið,
sjúka stúlku í sárri fátækt, mild í tóni,
næstum ljóðræn undir lokin. Hin nötur-
lega umbverfislýsing er henni ekki tak-
mark í sjálfu sér, hún er einungis bak-
svið hins fíngerða, viðkvæma lífs sem
höfundi er mest í mun að túlka. Niður-
lagsorðin í Kóngaliljum cru góð túlkun
þessa viðhorfs:
„Þessar liljur voru svo ótrúlega hvítar,
svo ótrúlega gagnsæjar og fíngerðar. Hún
gat ekki á sér setið að kíkja ofan í urn-
búðirnar.
Yndislegu blóm! Kóngaliljur heitið þið.
Að þið skulið spretta upp úr svartri rnold-
• •}«
mm!
Stúlkurnar og börnin í sögum Ástu eiga
öll sinn blut í þessu saklausa, jurtkynjaða
lífi í „svartri moldinni", það ljær þeim
hcilbrigða kjölfestu sem enn er ítrekuð
mcð lýsingu umhverfisins. Þannig er t. d.
um drenginn í Skerplu, sem einnig er
snotur saga þótt hún sé ef til vill nokkuð
laus í reipum og væri akkur í ríkari hnit-
miðun. Jafnvel gamli maðurinn í Mað-
urinn og húsið hans er með sínum hætti
af þessum toga; þar tekst Ástu að lýsa
af skilningi sem jaðrar við samúð and-
stæðri, næstum óhugnanlegri, manngerð.
Þess utan er sagan nokkru fastari í snið-
um en aðrar sögur bókarinnar; og er allt
þetta loflegt, með því líka að sagan mun
vera yngst í safninu.
Einna næst því að skrifa beina ádeilu-
sögu kemst Ásta í Súpermann. Sögu-
efnið er kanastand og gæjalíf á Reykja-
víkurgötum, ameríkansering, spilling og
niðurlæging æskufólks í sinni verstu
mynd; og sagan er skrifuð af biturri fyrir-
litningu þótt á hinn bóginn virðist ástæðu-
laust að efa raunsæi lýsingarinnar. En
sagan fer öll úr böndum í listrænum
skilningi vegna þess að böfundur megnar
ekki að lýsa trúverðuglega söguhetju
sinni, hinum aumkunarverða smágæja.