Andvari - 01.01.1971, Síða 101
ANDVARI
MÓTUN FÆREYSKS RITMÁLS 1846
99
og allsherjarmiðil í eyjunum. Ef hljóðtákn einnar mállýzku yrðu fyrir val-
inu, v>arð mér ljóst, að með því yrði öðrum mállýzkum gert rangt til, því
að hver þeirra með sínu sérstaka hljóðkerfi ætti þar sama rétt, og ef annar
háttur væri hafður á við gerð þvílíks ritmáls, annaðhvort sá að velja upp-
runafræðilega réttritun sem færi nærri hinni gömlu og þar gleymdu, eða
að miklu leyti hljóðfræðilega nieð úniali þess úr öllum mállýzkum, sem
virtist vera réttust færeyska, þá mundi í háðum tilfellum vera hægt að
koma með sömu mótbáruna og höfð var gegn landsmálstilrauninni í Nor-
egi, að það væri tilbúið og kreddubiundið... Ég valdi upprunafræðilegan
rithátt, þar sem mér þótti sú aðferð vera hagkvæmust málinu, ef það ætti
að verða lífvænlegt: ekki aðeins það, að útlendingum veittist léttara að lesa
færeyskt ritmál og það yrði þokkalegra útlits, heldur einnig að með þessu
móti kornust Færeyingar nær náskyldum málum: íslenzku og dönsku, áttu
auðveldara með að tileinka sér það sem var sameiginlegt í þessum málum,
1 stað þess að einangrast með því að láta framburð sinn, á ýmsan máta
afbakaðan, koma fram í ritmálinu."
Það er eftirtektarvert, að hvorki Svend Grundtvig né Hammershaimb nefna
tímamótaárið 1846, þegar fyrsta sýnisihorn hins nýja ritmáls kom á prent, eða
árið 1845, þegar rnikil breyting, að ekki sé sagt bylting, varð á viðhorfi til fær-
eyskra réttritunarvandamála. En þannig var þessu háttað, svo sem augljóst er af
því sem hér fer á eftir.
Vér munum nú í stuttu máli gera grein fyrir hvernig færeyska birtist í riti
á tímabilinu frá siðaskiptum og fram til 1846. Þó er engin ástæða til að dveljast
við einstök orð og orðsvör sem korna fyrir í þingbókum, sem að öðru leyti eru
skrifaðar á dönsku (frá 1616), eða staða- og mannanöfn sem stinga upp kollinum
í jarðabókarreikningum sem einnig eru skrifaðir á dönsku (frá 1584), eða fær-
eysk orð og nöfn hjá rithöfundum 17. aldar, svo sem Thomas Tarnovius (1669)
eða Lucas Debes (1673). Aðeins skal þess getið að réttritun á þessu er ekki reglu-
bmidin. Því meiri ástæða er að huga að Jens Christian Svabo (1746—1824) og
réttritun þeirri sem hann bjó til. í orðabókarhandritum sínum af ýmsu tagi
(skrifuðum rnilli 1773 og 1824) og í tveimur þjóðkvæðahandritunum notar hann
fyrstu samræmdu færeysku stafsetninguna sem við þekkjum. Frumreglur hans
voru þessar: að skrá málið, með aðstoð danska stafrófsins og einstöku greinitákn-
um, eins og það er talað. I raun táknar ]>etta, að orðin eru að rnestu leyti skráð
með vestfæreyskum framburði, það er að segja með framburði þeirrar mállýzku
sem í æsku hans var töluð á Vogey. Eins og að líkum lætur, er málsögufræðing-
urn mikill slægur í þessum handritum, og tilgangur hans með skrásetningunni