Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1981, Page 32

Andvari - 01.01.1981, Page 32
30 SIGFÚS DAÐASON ANDVARI fékk „köst“ eins og hann, stökk upp á stól og hélt ræður (tunna var engin til), kastaði mér á hrygginn niður í gólfið, spriklaði höndum og fóturn, æpti, öskraði, gargaði, o. s. frv., svermaði fyrir ástmeyjum hans, en gerði aldrei hitt, því að slíkt tilheyrði ekki þessu ástandi sögupersónunnar. Allt þetta gerði ég ekki einusinni 'heldur hvað eftir annað dögurn saman, meðan ég var að skrifa þáttinn af Tryggva og hreinskrifa hann aftur. . .“ Þarna hefur Þórbergur lagt svo mikið á sig að fremja galdur til að fram- kalla persónuna. En þó hann hafi líklega ekki ævinlega haft svona mikið fyrir persónum rita sinna, þá er nákvæmni og sannleikur ein helzta ástríða hans sem rit- höfundar. Ekki er því að neita samt, að menn hafa litið þessa ástríðu hans harla ólíkum augum, og sumir talið að hún spillti aðeins ritum hans. Ekki er með góðu móti hægt að neita að svo sé sumsstaðar. En nákvæmnin hefur ekki aftrað því að „maðurinn er skáld“. Og er furða að sjá bvernig skáld- skapurinn skín af sumum nákvæmnisritum Þórbergs. Tengsl skáldskapar og veruleika eru allt önnur hjá Þórbergi en flestum öðrum höfundum. Auðvitað er það rétt, sem Þórhergi var oft borið á brýn, að hann átti stundum örðugt með að greina í sundur hið smáa og hið stóra, og einkum þó að halda heppilegum hlutföllum í frásögn. En ofsagt er að þessi ljóður hafi verið algengur í ritum hans. Hitt er heldur að gagnrýnendur taki þvílíkum hnökrum feginshendi og gleyma þeim aldrei aftur, samkvæmt reglunni: finni hann laufblað fölnað eitt fordæmir hann skóginn. Um kröfur sínar um nákvæmni og sannleik skrifaði Þórbergur stundum sjálfur; í þeim efnurn var hann ósveigjanlegur, og ávítaði þá lesendur fyrir leti og „frumstæða ónákvæmni"61 sem þoldu ekki nákvæmni í frásögn. Ein hneykslunarhella gagnrýnenda var lýsingin á húsaskipun á Elala í Steinarnir tala..62 Sú lýsing er meira en hundrað blaðsíður að lengd í frum- útgáfunni. En hún er einmitt afbragðsgott dæmi um færni Þórbergs að tengja hversdagslegan efnivið (hér: þjóðfræðaefni) vitund sinni og skynjun og miðla svo lesandanum reynslu sína og þekkingu. Hið sama er að segja um lýsingu hans á útsýninu frá Hala.63 Og með leyfi að segja: rapsodía hans um „lönd og lýði“ flytur lesandanum ekki aðeins ættartölubrot og landafræði, heldur sálarlíf og „blæinn á tímanum“.('4 Vitaskuld er það návist söguritarans, auðfundin í öllum riturn Þórbergs, hversu „vísindaleg" sem þau eru, sem ljær þeim líf og lit. I hinum þurrustu frásögnum hans, jafnvel í ferðaskýrslu eins og „Til austurheims vil ég halda",65 hrekkur lesandinn allt í einu við og finnst hann sé að lesa allt annað en til stóð. Þetta sé sagt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.