Andvari - 01.01.1981, Síða 32
30
SIGFÚS DAÐASON
ANDVARI
fékk „köst“ eins og hann, stökk upp á stól og hélt ræður (tunna var engin
til), kastaði mér á hrygginn niður í gólfið, spriklaði höndum og fóturn,
æpti, öskraði, gargaði, o. s. frv., svermaði fyrir ástmeyjum hans, en gerði
aldrei hitt, því að slíkt tilheyrði ekki þessu ástandi sögupersónunnar. Allt
þetta gerði ég ekki einusinni 'heldur hvað eftir annað dögurn saman, meðan
ég var að skrifa þáttinn af Tryggva og hreinskrifa hann aftur. . .“
Þarna hefur Þórbergur lagt svo mikið á sig að fremja galdur til að fram-
kalla persónuna.
En þó hann hafi líklega ekki ævinlega haft svona mikið fyrir persónum
rita sinna, þá er nákvæmni og sannleikur ein helzta ástríða hans sem rit-
höfundar.
Ekki er því að neita samt, að menn hafa litið þessa ástríðu hans harla
ólíkum augum, og sumir talið að hún spillti aðeins ritum hans. Ekki er
með góðu móti hægt að neita að svo sé sumsstaðar. En nákvæmnin hefur
ekki aftrað því að „maðurinn er skáld“. Og er furða að sjá bvernig skáld-
skapurinn skín af sumum nákvæmnisritum Þórbergs. Tengsl skáldskapar
og veruleika eru allt önnur hjá Þórbergi en flestum öðrum höfundum.
Auðvitað er það rétt, sem Þórhergi var oft borið á brýn, að hann átti
stundum örðugt með að greina í sundur hið smáa og hið stóra, og einkum
þó að halda heppilegum hlutföllum í frásögn. En ofsagt er að þessi ljóður
hafi verið algengur í ritum hans. Hitt er heldur að gagnrýnendur taki
þvílíkum hnökrum feginshendi og gleyma þeim aldrei aftur, samkvæmt
reglunni: finni hann laufblað fölnað eitt fordæmir hann skóginn. Um kröfur
sínar um nákvæmni og sannleik skrifaði Þórbergur stundum sjálfur; í
þeim efnurn var hann ósveigjanlegur, og ávítaði þá lesendur fyrir leti og
„frumstæða ónákvæmni"61 sem þoldu ekki nákvæmni í frásögn.
Ein hneykslunarhella gagnrýnenda var lýsingin á húsaskipun á Elala í
Steinarnir tala..62 Sú lýsing er meira en hundrað blaðsíður að lengd í frum-
útgáfunni. En hún er einmitt afbragðsgott dæmi um færni Þórbergs að
tengja hversdagslegan efnivið (hér: þjóðfræðaefni) vitund sinni og skynjun
og miðla svo lesandanum reynslu sína og þekkingu. Hið sama er að segja
um lýsingu hans á útsýninu frá Hala.63 Og með leyfi að segja: rapsodía
hans um „lönd og lýði“ flytur lesandanum ekki aðeins ættartölubrot og
landafræði, heldur sálarlíf og „blæinn á tímanum“.('4 Vitaskuld er það návist
söguritarans, auðfundin í öllum riturn Þórbergs, hversu „vísindaleg" sem
þau eru, sem ljær þeim líf og lit. I hinum þurrustu frásögnum hans, jafnvel
í ferðaskýrslu eins og „Til austurheims vil ég halda",65 hrekkur lesandinn
allt í einu við og finnst hann sé að lesa allt annað en til stóð. Þetta sé sagt