Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1981, Page 85

Andvari - 01.01.1981, Page 85
AGNAR KL. JÓNSSON: í ríkisráði 1904-1918 i Með stjórnarskránni um hin sérstaklegu málefni Islands frá 5. janúar 1874 fékk Island í fyrsta sinn sérstakan ráðherra eða ráðgjafa eins og það var þá nefnt. I 2. gr. þessarar stjórnarskrár segir, að konungur hafi hið æðsta vald yfir öllum hinum sérstaklegu málefnum fslands og láti ráðgjafann fyrir ísland framkvæma það. Islendingar bjuggust við því, að þeir fengju sérstakan ráðgjafa, en svo varð ekki, því sérmálin voru falin danska dómsmálaráðgjafanum, sem gegndi Islandsmálunum sem algeru aukastarfi. Ráðgjafinn bar öll mál síns embættis, hin íslenzku jafnt og hin dönsku, upp í danska ríkisráðinu á sama hátt og aðrir danskir ráðgjafar. Þessi uppburður íslenzkra mála í hinu danska ríkisráði féll Islendingum að vonum mjög illa, og var hvað eftir annað reynt að fá þessu ástandi breytt án þess þó að það bæri nokkurn árangur. Baráttan fyrir afnámi á uppburði íslenzkra mála verður ekki rakin hér, en hún var bæði löng og hörð og hin athyglisverðasta. Þess skal einungis getið hér, að þegar danska stjórnin lagði ftam í þingbyrjun 1902 frumvarp það um heimastjórn, sem boðað hafði verið í boðskap konungs í byrjun ársins, var svohljóðandi málsgrein í 1. gr. ftumvarpsins: ,,Hann (þ. e. ráðherrann) skal hafa aðsetur í Reykjavík, en fara svo oft sem nauðsyn er á til Kaupmannahafnar til þess að bera upp fyrir kon- ungi | ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir.“ Þetta ákvæði um uppburð íslenzkra mála í ríkisráðinu átti nú að lögfesta í sjálfri stjórnarskránni, og kom það ákaflega illa við flesta, enda vildu margir hafna heimastjórnartilboðinu vegna þessa ákvæðis. Miklar deilur urðu út af málinu, og nýr flokkur, Landvarnarflokkur, var stofnaður til að vinna að brott- fellingu ákvæðisins. Frá Danmörku fylgdu skilaboð, að engu mætti breyta í frumvarpinu. Ann- aðhvort skyldi það samþykkt óbreytt eða ekki. Vegna hinna miklu hagsmuna, sem heimastjórnartilboðið hafði í för með sér, varð það ofan á, að Alþingi sam- Þykkti frumvarpið með öllum atkvæðum í báðum deildum þrátt fyrir ákvæðið um uppburð mála í ríkisráðinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.