Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1981, Side 86

Andvari - 01.01.1981, Side 86
84 AGNAR k L. JÓNSSON ANDVARl II Eins og getið var hér að framan, bar ráðherra Islands, er búseta hans hafði verið ákveðin í Reykjavík, að fara svo oft sem nauðsyn var á til Kaupmanna- hafnar til að bera upp fyrir konungi í ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórnar- ráðstafanir. Samkvæmt dönsku grundvallarlögunum er ríkisráðið stofnun, þar sem allir ráðherrarnir eiga sæti undir forsæti konungs eða staðgöngumanns hans. Ríkiserfinginn á einnig rétt til setu í ríkisráðinu, þegar hann er orðinn lögráða. Gerðir ríkisráðsins eru bókaðar af ríkisráðsritara, og er þá upptalið, hvaða aðilar sitja þessa fundi ráðsins. Samskonar eða svipaðar formreglur um setu í ríkisráði hafa gilt hér á landi eftir að ríkisráðið varð íslenzk stofnun, þegar Island var viðurkennt fullvalda ríki 1918, og svo hefur einnig verið eftir stofnun lýðveldisins 1944. Öll stjórnarfrumvörp voru borin upp tvisvar í ríkisráðinu, fyrst í því skyni að afla heimildar konungs til að leggja þau fyrir Alþingi, og væru þau samþykkt, breytt eða óbreytt, voru þau eins og önnur frumvörp, sem fengu fullnaðar- afgreiðslu á Alþingi, borin upp til staðfestingar. Stjórnarráðstafanir, eða ráð- stafanir umboðslegs eðlis, voru hins vegar því aðeins bornar upp í ríkisráðinu, ef þær voru taldar mikilvægar, eins og segir í stjórnskipunarlögunum, og var það á valdi ráðherrans að ákveða um það. Samkvæmt þessu ákvæði var því opin leið til að bera fjölda hinna ólíkustu mála upp í ríkisráðinu, ef þau að dómi ráðherra töldust mikilvægar stjórnarráðstafanir. Þegar mál voru afgreidd á ríkisráðsfundi, var það gert eftir ákveðnum reglum og í sérstöku formi. Ráðherra gerði tillögu um, að lög yrðu staðfest, bráðabirgðalög gefin út o. s. frv. Skrifaði þá konungur orðin „Fellst á til- löguna“ fyrir neðan fyrirsögnina, ef hann var tillögunni samþykkur, og svo var oftast, og setti síðan nafn sitt undir lögin eða skjal það, sem um var að ræða. Ráðherrann undirskrifaði svo lögin eða skjalið með konungi, og fékk þá afgreiðslan fullt gildi á ábyrgð ráðherra. Þetta sama form tíðkast við af- greiðslur mála á ríkisráðsfundum enn þann dag í dag. Venjulega fór ráðherra íslands til Danmerkur ekki sjaldnar en tvisvar á ári til að sitja þar ríkisráðsfundi, og kom það til af því, sem áður var getið, að í fvrsta lagi þurfti að fá samþykki konungs fyrir frumvörpum, sem stjórnin ætlaði að leggja fyrir Alþingi, og í öðru lagi þegar leita þurfti staðfestingar á þeim lögum, sem Alþingi hafði hverju sinni samþykkt. Ekki var boðað til ríkisráðs- fundar í Danmörku sérstaklega, þótt ráðherra íslands kæmi til Kaupmanna- hafnar í þeim erindum sem nú var getið, heldur mætti hann á fyrsta fundi, sem boðað var til í ríkisráðinu, eftir að hann var kominn þangað, enda leið sjaldan langur tími milli þess að ríkisráðsfundir væru haldnir. Venjan var sú, að ráðherrar legðu á fundum þessum mál sín fram hver fyrir sig í sömu röð og þeir voru skráðir við myndun þeirrar stjórnar, sem þeir áttu sæti í. Á ráðherralistum þeirra ríkisstjórna, sem fóru með völd á tíma- bilinu 1904-1918, var ráðherra íslands skráður á eftir hinum dönsku ráð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.