Andvari - 01.01.1981, Page 89
ANDVAHI
í RÍKISRÁÐI 1904-1918
87
Á þessum sama fundi staðfesti konungur 36 lög, sem Alþingi hafði sam-
þykkt.
I grein í Lögréttu hinn 2. maí 1906 hefur Hannes Hafstein lýst meðferð
íslenzkra mála í ríkisráðinu, og er ekki ófróðlegt að kynnast skoðun hans, þegar
það er haft í huga, hversu ákafar deilurnar um uppburð íslenzkra mála í danska
ríkisráðinu voru um þetta leyti og höfðu verið um nokkurt skeið. Hann segir,
,,að öll lagafrumvörp, lög frá Alþingi og aðrar mikilvægar stjórnarathafnir, sem
bera á upp fyrir konungi í ríkisráðinu, eru útbúnar af Stjórnarráði íslands, og
lætur það prenta málin. Síðan eru málin heft í kápu, send - venjulega tveim
dögum fyrir þann ríkisráðsfund, er þau á honum eiga að berast upp fyrir
konungi - öllum meðlimum ráðsins: konungi, krónprinsi (ríkisarfa) og öllum
dönsku ráðherrunum. Þegar svo kemur á ríkisráðsfund, skýrir ráðherra Is-
lands konungi stuttlega frá innihaldi hvers máls, og er hann hefur lokið erindi
sínu um hvert mál, þá samþykkir konungur hvert sinn tillögu hans. Enginn
annar ráðherra en sá, sem með málið fer, tekur til máls eða hefur á nokkurn
hátt afskipti af því. Slíkt mundi skoðað sem bein óhæfa. Alveg á sama hátt er
farið með dönsku málin.“
Á ríkisráðsfundi hinn 23. febrúar 1906, sem ráðherra íslands sat, var
kominn nýr konungur í forsæti, Friðrik VIII, því Kristján IX hafði andazt í
janúarmánuði. Áður en þessi fundur var haldinn, höfðu dönsku ráðherrarnir
boðið konungi embætti sín til ráðstöfunar, eins og það var orðað, og hið sama
gerði ráðherra íslands nú, en konungur fól öllum ráðherrunum að gegna emb-
ættum sínum áfram, enda var hér einungis um formsatriði að ræða.
Á þessum fundi skiptust konungur og ráðherra á kveðjum og góðum ósk-
um, og konungur kvaðst vonast eftir góðri samvinnu við hinn íslenzka ráð-
herra sinn. Hann bað hann um að flytja íslenzku þjóðinni kveðjur og árnaðar-
óskir og sagðist vilja stuðla að því, að Danmörk og ísland gætu tengzt nánari
og innilegri böndum til gagns og blessunar fyrir báðar þjóðirnar.
Á ríkisráðsfundi hinn 12. janúar 1909 lögðu þeir forsætisráðherra Dana N.
Neergaard og ráðherra íslands Hannes Hafstein hvor um sig fram tillögur
um, að uppkastið að lögum um ríkisréttarsamband Danmerkur og Islands, sem
dansk-íslenzka nefndin frá 1907 hafði náð samkomulagi um, skyldi lagt fyrir
Ríkisþingið og Alþingi.
Með tilliti til úrslita alþingiskosninganna haustið 1908, þar sem Heima-
stjórnarflokkurinn hafði tapað meiri hluta aðstöðu sinni á Alþingi, ávarpaði
konungur Hannes Hafstein á þessum fundi og sagði, að honum mundi þykja
mjög miður, ef þetta yrði síðasti fundur ráðherrans í ríkisráðinu, ef þingræðis-
roglan hefði það í för með sér, að hann yrði að láta af embætti. Hann minntist
ferðarinnar til íslands árið áður og að hann hefði veitt því athygli, hversu
mjög ráðherrann hefði lagt sig fram um að verða heill íslands að sem mestu
§agni. Ef ráðherra yrði að fara frá af sorglegri nauðsyn, mundi konungur