Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1981, Page 91

Andvari - 01.01.1981, Page 91
ANDVARI f RÍKISRÁÐI 1904-1918 89 Á ríkisráðsfundi hinn 9. júlí 1909 skýrði Björn Jónsson frá tveimur málum í sambandi við staðfestingu fjárlaga fyrir árin 1910 og 1911. Þau voru um viðskiptaráðunaut og kostnað af landhelgisgæzlu. I þessum fjárlögum hafði verið samþykkt fjárveiting til handa tveimur viðskiptaráðunautum erlendis, allt að kr. 12.000.00 á ári. Á fundinum skyrði ráðherra frá því, að aðaltilgangurinn með skipun ráðunautanna væri að gefa upplýsingar um Island þeim, sem óskuðu slíks í því skyni að stofna til við- skipta við landið, svo og leiðrétta ranghermi og þessháttar. Danski utanríkis- ráðherrann Ahlefeldt-Laurvigen greifi kvað ekki ástæðu til að gera athuga- semdir við skipunina, ef þessir ráðunautar héldu sér eingöngu við það verk- svið að veita leiðbeiningar í sambandi við viðskipti, en þeir mættu að sjálfsögðu ekki fara inn á sérsvið danskra ræðismanna. íslandsráðherra svaraði því til, að þess mundi gætt, að slík ásælni (overgreb) ætti sér ekki stað. Þegar til kom, var aðeins skipaður einn viðskiptaráðunautur, og var það Bjarni Jónsson frá Vogi. Honum var sett erindisbréf hinn 30. júlí 1909, og var starfssvið hans töluvert víðtækara en Björn Jónsson hafði skýrt frá á ríkis- ráðsfundinum. Síðar kvartaði utanríkisráðherrann danski yfir því skriflega, að viðskiptaráðunauturinn hefði rekið pólitískan áróður gegn Dönum í sambandi við sjálfstæðismálið, og mun eitthvað hafa verið hæft í því, en ráðherra Islands svaraði þessu á þá leið, að slíkt skyldi ekki endurtekið. Starfsemi viðskipta- ráðunautarins var annars mjög umdeild hér innanlands og mikið um málið skrifað, sem eklci er hægt að rekja hér. Um það má vísa til rits dr. Björns Þórðarsonar, Alþingi og frelsisbaráttan, bls. 207-210, sbr. 213, og rits höf- undar þessarar greinar um Stjórnarráð íslands, bls. 543-547. Hitt málið, sem gert var að umtalsefni, var um niðurfellingu á hluta af land- helgissektum sem greiðslu til Dana fyrir landhelgisgæzluna hér við land. Þann- ig var, að í fjárlagafrumvarpið 1905 hafði verið tekið upp ákvæði um að greiða Dönum 2A landhelgissekta og 34 andvirðis upptæks afla og veiðarfæra, og sama var gert í fjárlögum 1907 og loks 1909, en fjárlaganefnd neðri deildar felldi þá heimildina niður. Þegar ráðherra íslands skýrði frá málinu á ríkisráðsfund- inum, tók hann fram, að þessi greiðsla til Dana hefði alltaf verið illa séð af andstæðingum fyrrverandi stjórnar, en nú væru þeir komnir í meiri hluta á Alþingi og hefðu því á síðasta þingi viljað koma fram kröfum sínum. Ráð- herrann, sem hafði nú breytt um skoðun í málinu, kvaðst hafa í hyggju að reyna að fá því framgengt, að lagt yrði fram frumvarp á Alþingi um breytingu á togaralöggjöfinni þannig, að komið yrði á hæfilegri skiptingu á landhelgissekt- unum. Forsætisráðherrann (Neergaard) kvað það gleðja sig, að ráðherra Islands vildi beita sér fyrir slíku lagafrumvarpi. Ákvæðið hefði byggzt á samkomulagi frá árinu 1905 milli forsætisráðherra og íslandsráðherra samkvæmt tillögu frá fjármáladeild þjóðþingsins. Af beggja hálfu, Dana og íslendinga, hefði þótt rétt, að á þennan hátt yrði greitt framlag upp í hinn ríflega kostnað ríkissjóðs
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.