Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1981, Side 126

Andvari - 01.01.1981, Side 126
124 HOLGER KJÆR ANDVARI ur- og Vestur-Skaftafellssýslum, þar sem straumþungar jökulár og víðáttumiklar sandauðnir eru ennþá miklir farartálm- ar. Það tók 10-12 daga að komast úr Öræfasveit með trússhesta til verzlun- arstaðarins. Ferðin var bæði torsótt og hættuleg. Enn er það ævintýri líkast að ríða þessar jökulár, sem greinast í ótal stærri og minni kvíslar og breyta sér í sífellu. Vart er nokkurt lífsmark að finna á eyðilegum sandflákunum aust- an og vestan Öræfa, nema hvað mávar stinga sér annað veifið niður fyrir fram- an hestana, ef þeir koma of nálægt hreiðri þeirra eða ungum, eða maður lendir óvart í kríuvarpi og fær óblíðar móttökur hjá þessum hraðfleygu, fimu fuglum, sem garga og svífa eins og stærð- ar snjóflygsur yfir ferðamanninum. Spor sjást í sandinum og vörður á stangli, en áður fyrr voru hér engar vörður og fljótið mikla, Jökulsá, sem nú er farin á jökli, var fyrrum riðin við miklar hætt- ur. Þegar áin var í vexti, var ekki um annað að ræða en bíða, unz sjatnaði í henni. í slíkri einangrun beindist hugurinn að samlífi fólksins á sveitaheimilinu. Tilvera þess virtist ekki viðburðarík, og óvenjulegir atburðir mörkuðu djúp spor í þetta litla samfélag, dauðsföll lögðust þungt á hugina. Einsemdin og fábreytni hversdagslífsins gerðu menn næma fyrir blæbrigðum náttúrunnar, sem þeir voru í nánari tengslum við en nútímamenn og gerði þá jafnframt innhverfari og athugulli en ella. Það væri hins vegar mikill misskiln- ingur að draga þá ályktun, að íslenzk lýðmenntun væri fyrst og fremst ávöxtur einstaklingshyggju. Að vísu hafa margir Islendingar búið við einangrun, ekki sízt í bernsku, og gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Menntun þeirra og þjóð- aruppeldi er samt sem áður ekki ein- staklingsbundið í eðli sínu, heldur sprottið af djúpri, mannlegri samkennd, sem stóð rótum í heimili og ætt. Vissu- lega var oft langt á milli bæja, en sú einangrun sem menn bjuggu við ein- angraði ekki einstaklinginn. Hún varð fremur til þess að styrkja samlíf fólks- ins á heimilinu, foreldra, barna og hjúa. Sama er að segja um samvinnu fólks- ins, störfin, sem allir tóku þátt í. Þau voru einnig bundin heimilinu, sem var að mestu sjálfstæð efnahagsleg eining. Sveitabýlið var gott dæmi um búrekstur fyrir iðnbyltinguna. Þar framleiddu menn flest það sem heimilið þarfnaðist. Skagfirzkur prestur segir svo frá: „Þegar ég var barn (fyrir 1850), voru algengustu söluvörur á Norðurlandi: prjónles, ull, tólg og æðardúnn." Á verzlunarstaðnum var ekki hægt að kaupa kjöt né fisk í þá daga. Stund- um fóru fram vöruskipti manna á meðal, en yfirleitt gerðist þess ekki þörf, því að margir bændur fóru í verið ellegar sendu vinnumenn sína til útróðra. „Menn keyptu aðeins ögn af kaffi og ennþá minna af sykri, kornvöru, járn, kol, salt, tóbak og timbur, að ógleymdu brennivíninu.“ Nóg var að starfa, þar eð flest varð að framleiða á sjálfu sveitaheimilinu, og störfin urðu þess vegna mjög fjölþætt. Eitt af þjóðskáldum íslendinga, Stephan G. Stephansson, sem lengst af bjó búi sínu í Kanada, yrkir þannig um sjálfan sig: Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, ■prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Þetta átti við um alla íslenzka bændur, þeir þurftu að vera færir í flestan sjó. Fjölhæfnin átti sinn þátt í að skerpa skilningarvitin og athyglisgáfuna - menn öðluðust sjálfstraust við að hjálpa sér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.