Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Síða 135

Andvari - 01.01.1981, Síða 135
ANDVARI ÍSLENZK LÝÐMENNTUN Á 19. ÖLD 133 leggjumst niður og hversu ég bý um okkur, því að ég ætla mér hvergi héðan að hrærast, hvort sem mér angrar reyk- ur eða bruni; munt þú þá næst geta, hvar beina okkar er að leita.“ Hann sagði, að svo skyldi vera. Uxa einum hafði slátrað verið, og lá þar húðin. Njáll mælti við brytann, að hann skyldi breiða húðina yfir þau; hét hann því. Þau leggjast niður bæði í rúmið og lögðu sveininn í millum sín. Þá signdu þau sig bæði og sveininn og fólu önd sína guði á hendi og mæltu það síðast, svo að menn heyrði. Þá tók brytinn húðina og breiddi yfir þau og gekk út síðan.“ Yfirleitt voru sögurnar lesnar upp- hátt, en fyrir kom, að þær væru sagðar. Mér var sagt frá sunnlenzkum presti, sem kunni sögurnar næstum utan að og sagð'i þær heimilisfólkinu á kvöld- in. Bóndi við Mývatn minntist úr æsku sinni gamallar konu, sem var annáluð fyrir það, hve hún var minnug. Eitt sinn kom ungur maður á bæinn sem hún var á og las úr „Pilti og stúlku“. Hún hlust- aði á og gekk síðan bæ frá bæ og end- ursagði alla söguna, og þegar náðist í békina, kom í ljós, að hún hafði ekki eingöngu fylgt söguþræðinum, en mun- að heilu kaflana næstum orðrétt. Sumir prestar og víðlesnir bændur þýddu stundum danskar bækur beint af blaðinu fyrir fólkið sitt á vökunni, og ég hef heyrt um nokkra þingeys’ka bændur, sem gátu þýtt svo hratt, að það var engu líkara en þeir læsu móðurmál- ið. Flestir þessara manna höfðu lært þetta erlenda mál af sjálfum sér, svo að framburður þeirra hefur ekki verið rétt- ur, en það kom ekki að sök, ef þeir skildu, hvað þeir voru að fara með. Oft og tíðum drógu þeir saman efnið án þess að þýða orði til orðs það sem þeir höfðu lesið, hvort heldur það voru skáldsögur, ferðasögur, ævisögur eða sagnfræðirit. Ef næturgestur var meðal áheyrenda, var hann vís til að segja frá því, sem hann hafði heyrt heima hjá sér. Sums staðar lásu rnenn líka Eddurn- ar. Bóndi á Austurlandi, f. 1851, sagði, að það hefði aðallega verið móðir hans sem reyndi að skýra þennan kveðskap fyrir heimafólki sínu, ekki aðeins full- orðnum, heldur líka börnunum. Hún áminnti þau um að segja sér, ef það væri eitthvað sem þau skildu ekki, en lang- aði til að vita. I fyrsta kaflanum í „Manni og konu“ er brugðið upp mynd af kvöldvöku. Vinnumaðurinn, sem var vanur að lesa upphátt, kveðst vera búinn með allar sögurnar, sem til væru á bænum, og stingur húsfreyjan þá upp á því, að hann kveði rímur í staðinn, skemmtun sem oft var höfð um hönd í skammdeg- inu áður fyrr. Rímurnar voru kveðnar, og bæði lögin og textarnir voru sérís- lenzkt fyrirbæri. Mörg rímnalög komast ekki til skila í venjulegum tónstiga, því að tónbilin eru önnur. Þau láta ekki sér- lega vel í eyrum, þegar maður heyrir þau í fyrsta sinn, en smám saman hrífst maður af hinni sérkennilegu kveðandi. í „Manni og konu“ er talað um, að fólkið hafi setið þegjandalegt, en lifnað yfir því, þegar húsmóðirin ýtt-i undir vinnumanninn að kveða. Það tók undir orð húsmóður sinnar, og allir báðu Þor- stein að kveða. í fyrstu urðu menn ekki á eitt sáttir um hvaða rímur skyldu kveðnar. „Bónda þótti bezt til fallið að kveða rímur af Rollant og Ferakut og sagði, að þeir hefðu verið hinir mestu garpar og kappar miklir. Griðkonur sögðu, að fáar rímur mundu betri en Brönurímur. Hrólfur vinnumaður lagði allfátt til þeirra mála, sagði, að enginn fornmanna væri sér jafnkær sem Grettir, kvaðst þó ógjörla vita, hvort af honum væri gjörð- ar rímur nokkrar. Smalamaður lá í rúmi sínu og heyrði á umræður manna; legg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.