Andvari - 01.01.1981, Qupperneq 142
140
HOLGER KJÆR
ANDVARI
bernskuleikina. Auðvitað á þetta ekki
einungis við um íslenzk börn; hins vegar
er það engin tilviljun, hve leikir barna
eru samtvinnaðir bókmenntum á Islandi,
þar sem þær eru einn sterkasti þáttur-
inn í lýðmenntuninni.
En lífið er ekki bara leikur, og ekki
leið á löngu, unz íslenzku börnin ráku
sig á, að þeim var ekki ætlað að leika
sér, heldur að gera gagn. Gömul vísa
sýnir, hve snemma telpur áttu að taka
til hendinni:
Fyrst þú ert komin á fjórða ár,
fara áttu að vinna,
þú átt að læra listir þrjár,
lesa, prjóna og spinna.
Heimildarmenn mínir eru tveir og
annar skrifar fimmta ár í stað fjórða.
Hvorugt mun vera sannleikanum sam-
kvæmt; enda þótt börn hafi ekki verið
farin að leika þessar listir á svo ungum
aldri, er enginn vafi á, að þau hafi þá
verið byrjuð að ’hjálpa eitthvað til á
heimilinu. Margir kváðust ekki hafa mátt
leika sér nema á veturna. Þegar full-
orðna fólkið hallaði sér í rökkrinu og
veðrið var gott, notuðu börnin tæki-
færið og fóru út að leika. Þegar snjór
var á jörðu og skautasvell, renndu þau
sér á sleða og skíðum og skautuðu á
hrossleggjum. A sumrum var enginn
tími til leika nema á sunnudögum, skrif-
ar bóndi í Þistilfirði. Þegar hann var
strákur, reyndi hann því eins og séra
Magnús og bræður hans að gera vinn-
una að leik með því að gæða hana nýju
lífi. Þegar hann var að setja upp hey,
ímyndaði hann sér til dæmis, að hann
væri að byggja Péturskirkjuna í Róm.
En þó að leikur og vinna fylgdust að
í fyrstu, fengu skyldustörfin smám sam-
an yfirhöndina.
Með því fyrsta sem börnin lærðu að
gera innanhúss var að halda í hespu
fyrir móður sína og tæja ullina, þ. e. a.
s. tæta hana í sundur og greiða úr
henni. Auk þess lærðu telpurnar að
prjóna og seinna að tvinna og spinna.
Bóndi úr Þingeyjarsýslu játar, að sér
hafi alltaf leiðzt að tæta ullina, þegar
hann var krakki. Hann reyndi að hroða
því af, og útkoman varð ekki góð, enda
sagði móðir hans, sem fylgdist með
vinnubrögðunum: „Eg er hrædd um, að
konan þín verði tjásuleg eftir þessum
sneplum að dæma.“ Það mátti nefnilega
marka það af ullinni, hvort ti'lvonandi
eiginkona piltanna yrði lagleg eða ljót,
sagði gamla fólkið. Stráksi vildi ekki láta
þetta sannast á sér og tautaði, að konan
hans yrði áreiðanlega falleg. „Viltu
kannski, að hún verði eins og hún —?“
og nefndi ófrýnilegustu kerlingu, sem
hann þekkti. Nei, það vildi piltur ekki
og vandaði sig við verkið upp frá því.
A vetrum voru útistörfin fólgin í því
að aðstoða við skepnuhirðingu, gefa
kúm og kindum og brynna þeim. Á vor-
in og snemmsumars var algengt að láta
börn vaka yfir túninu, svo að féð kæmist
þangað ekki til að bíta grasið, sem átti
að slá og þurrka. I þá daga voru túnin
ekki girt, og þurfti því að vaka yfir þeim
dag og nótt. Fullorðna fólkið hafði nóg
annað að gera, og voru því smákrakkar
settir í þetta verk. Þau voru líka snemma
látin reka kýrnar á beit og sækja þær á
kvöldin, auk þess sem þau hjálpuðu til
við sauðféð.
Þegar sláttur hófst, eignuðust þau
litlar hrífur, og 7-8 ára gömul voru þau
farin að raka, snúa og taka saman hey-
ið. Um 10 ára aldur var strákum fengið
orf og ljár og þeir látnir slá með vinnu-
mönnunum. í sveitinni eru miklar vega-
lengdir, langt til næsta nágranna og langt
á beitarhús og engjar. Þá var gott að
senda krakkana, ýmist með mat til fólks-
ins, sem var að vinna drjúgan spöl frá
bænum, eða með bréf og skilaboð, ef