Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1981, Page 149

Andvari - 01.01.1981, Page 149
ANDVARI ÚR ENDURMINNINGUM SYSTUR CLEMENTIU 147 Hún fæddist í Árósum í Danmörku 25. ágúst 1875, var af góðu bergi brotin, enda bar útlit hennar og framkoma öll því glöggt vitni. Hún var ekki nema 15 ára gömul, þegar hún ákvað að helga sig klausturlífi, og fór þá þegar í skóla Sankti Jósefssystra í Kaupmannahöfn. Hún var trú köllun sinni, gekk í reglu þeirra, þegar er aldur leyfði, og var aðeins 21 árs að aldri, þegar hún kvaddi Danmörku, hina brosmildu ættjörð sína, og hvarf hingað til Islands árið 1896. Hér dvaldist hún síðan mestan hluta ævinnar og hvílir nú í ís- lenzkri mold bakvið dómkirkjuna í Landakoti, þar sem hún lifði og starfaði. Systir Clementia andaðist 5. febrúar 1933 á 57. aldursári. Þegar ég frétti andlát hennar, var ég við nám erlendis og gat af þeim sökum ekki fylgt þessari velgerðarkonu minni hinzta spölinn. Ég varð því að láta mér nægja að minnast hennar í bænum mínum, og er ég þess fullviss, að hún hefur heyrt þær. Mér var sagt, að við útför hennar hafi verið mikið fjölmenni saman komið. Allir nemendur hennar, eldri sem yngri, vildu auðsýna henni þakklæti sitt. Og í minningarorðum, sem eitt skólabarnið lét birta í einu af dagblöðum bæjarins, standa þessi barnslegu og einlægu kveðjuorð: „Vertu sæl, systir. Við felum með djúpri hryggð og innilegu þakklæti sál þína drottni, sem sendi þig til okkar.“ Undir þessi orð tek ég heilum huga. Systir Clementia skrifaði forkunnar fagra rithönd og hélt dagbækur mikinn hluta ævinnar. Þær eru nú geymdar hjá systrunum í Garðabæ, sem varðveita þær eins og helgan dóm. Ég fékk leyfi til þess að lesa þær fyrir mörgum árum mér til mikillar gleði. Sá kafli dagbókarinnar, eða endurminninganna, sem hér verður birtur, féll mér svo vel í geð, að ég gerði það mér til gamans að þýða hann á íslenzku. Ég vona, að fleirum en mér þyki fróðlegt að heyra um þennan merka þátt í sögu höfuðstaðarins, sem síðan hefur vaxið úr smáþorpi í stór- borg. Eiga systurnar, sem hingað lögðu leið sína fyrir áttatíu og fimm árum, ekki lítinn þátt í þeim framförum á sviði heilbrigðismála, sem síðan hafa orðið. Dagbókin, eða öllu heldur minningakverið, sem hér um ræðir, er í litlu broti 20,5X13,5 sm. að stærð og samtals 46 blaðsíður. Frásögn systur Clementiu er, svo sem vænta mátti, rituð af hógværð á látlausu, en vönduðu dönsku máli, enda átti hún mjög auðvelt að koma fyrir sig orði bæði í ræðu og riti. Svo sem ráða má af frásögninni, munu endurminningar þessar ritaðar kring- um 1912 og greinilega að mestu eftir minni. Af þessum sökum hafa nokkur ártalanna skolazt örlítið til. Hafa slíkar misfellur verið leiðréttar án þess að þeirra sé getið sérstaklega. Að lokum skal þess getið, að umræddar endurminningar systur Clementiu voru fluttar í Ríkisútvarpið á föstudaginn langa, 8. apríl 1977, nokkuð stytt- ar, ásamt fáeinum formálsorðum, og með aðstoð frú Sigurveigar Guðmunds- dóttur í Hafnarfirði og Karmelnunnanna þar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.