Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1981, Page 151

Andvari - 01.01.1981, Page 151
ANDVARI ÚR ENDURMINNINGUM SYSTUR CLEMENTIU 149 fjórum klaustursystrum af stað áleiðis til íslands. Tvær þeirra voru franskar, þær systir Marie Ephrem príorinna1 og systir Marie Justine.2 Hinar voru dansk- ar, og var ég sem þetta rita önnur þeirra, systir Clemence de Jesus, en hin systir Thekla.3 Gert var ráð fyrir, að skipið legði af stað um dagmál. Áður en ferðin hófst, vígði biskupinn vistarverur okkar. Síðan mælti hann nokkur ástúðleg orð að skilnaði og veitti okkur að lokum blessun sína. Nokkrir prest- ar, þeirra á meðal klausturpresturinn okkar, og fáeinar meðsystur stóðu á hafnarbakkanum þar til við vorum úr augsýn. Yfirpríorinnan var okkur góð og ástrík móðir til hins síðasta. Hún kvaddi okkur klökkum huga, því að henni gat ekki verið sársaukalaust að senda þannig fjórar af dætrum sínum svo langt burt til framandi lands. Ferðin gekk ákaflega vel, sól og sumarblíða alla leið. Eigi að síður voru þær systir Ephrem og systir Justine hálfilla haldnar af sjóveiki. Ferðin til Leith tók fjóra daga, og mikil var gleði okkar, þegar við morguninn eftir komuna þangað fengum tækifæri til þess að hlýða heilagri messu og ganga að borði Drottins. I návist Frelsarans fengum við nýjan þrótt og hugrekki til þess að halda ferðinni áfram. Ensku systurnar í Leith sóttu okkur á skipsfjöl. Umhyggja þeirra og ástúð var frábær, og þær reyndu allt, sem þær máttu, til þess að gera okkur þessa stuttu viðdvöl sem ánægjulegasta. Móðir Clara lét tvær af dætrum sínum fylgja okkur um alla Edinborg. Við skoðuðum kastalann, sem gnæfir tígulega yfir borgina, þar sem hann stendur á fjallsbrúninni. Þaðan héldum við til fátæku systranna, sem einungis lifa á ölmusugjöfum. Þessar góðu nunnur hafa um tvö hundruð gamlar konur og karla á framfæri sínu og stunda þessi gamalmenni af elsku og umhyggju það sem þau eiga eftir ævinnar. Það sem sérstaklega vakti athygli okkar var hreinlætið og reglusemin, sem alstaðar ríkti. Við heimsóttum einnig ,,Les soeurs de St. Marguerite“, þar sem við skoðuðum hinn mikla heimavistarskóla og hina fögru dómkirkju, sem er kunn fyrir há- altarið, en það er allt gert úr alabastri eða mjólkursteini. Þakklátum huga kvöddum við systurnar í Leith og héldum aftur um borð í Lauru. Við vorum nú orðnar vel kunnugar öllum farþegum, og Christensen Randers á Jótlandi, en kom síðan hingað til íslands árið 1896 ásamt systrunum fjórum. Hér dvaldist hann í fjögur ár og starfaði lengst af í Reykjavík, en um stundarsakir á Fáskrúðsfirði við franska spítalann þar. Skrifaði hann skemmtilegar endurminningar um dvöl sína og störf Þar eystra, og birtust þær í Nordisk Ugeblad árið 1897. Hann hvarf héðan af landi aldamóta- árið og kom ekki aftur. Hann andaðist 79 ára að aldri árið 1939. h Systir Marie Ephrem príorinna, fædd í bænum Cruet í Savoyen, Frakklandi, árið 1855. Gekk í reglu St. Jósefssystra og vann klausturheit sitt árið 1882. Hún var hjúkrunarkona að mennt. Andaðist í Kaupmannahöfn árið 1929. 2. Systir Marie Justine var af frönskum ættum, fædd í Thyregod í Vejleamti, Danmörku, árið 1855. Gerðist St. Jósefssystir og vann klausturheit sitt árið 1890. Lærð hjúkrunarkona. Andað- ist í Kaupmannahöfn árið 1919. 3. Systir Marie Thekla, fædd í Haderslev, Danmörku, árið 1866. Hún gekk í reglu St. Jósefs- systra og vann klausturheit sitt 1894. Systir Thekla andaðist í Kaupmannahöfn árið 1947.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.