Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Síða 159

Andvari - 01.01.1981, Síða 159
ANDVARI ÚR ENDURMINNINGUM SYSTUR CLEMENTIU 157 fyrirskipanir, og enn óma lúðrarnir. Byssum er lyft og byssuskeftin skella á þilfarinu. Eftir umbreytinguna eru hornin blásin stutta stund, en að öðru leyti ríkir dauðakyrrð og helgiblær yfir öllu. Að lokinni heilagri messu var okkur boðið til káetu skipherrans. Á veggj- um hékk stór róðukross og nokkrar helgimyndir. En við hliðina á þeim var stór ljósmynd af Maríu prinsessu. Skipherrann brosti. „Systir, þekkið þér hana? Hún er kona að mínu skapi.‘a Við skoðuðum hið fagra fley hátt og lágt og komum að síðustu aftur niður á milliþilfarið, þar sem guðsþjónustan hafði verið haldin. Þilfarið var nú orðið að borðsal, þar sem allir sjóliðarnir sátu við smáborð og snæddu morgunverð. Litlu síðar var okkur róið í land í litla hvíta bátnum, sem brunaði tígulega á spegilsléttum sjónum. Jarðskjálftar eru tíðir, enda kynntumst við þeim þegar fyrsta árið, sem við vorum á íslandi. Pað gerðist í ágústmánuði 1896 klukkan ellefu að kvöldi. Við vorum nýgengnar til náða, þegar við vöknuðum við, að rúmin okkar hreyfðust fram og aftur. Allt í einu sagði systir Justine: „Þetta er jarðskjálfti.“ Við þutum fram úr rúmunum, klæddum okkur í skyndi og hlupum út eins og fætur toguðu. Við héldum út á víðáttumikið túnið fyrir framan húsið og fundum hvernig jörðin nötraði og skalf undir fótum okkar. Himinn var heiður og stjörnubjartur, en götuljós voru þá óþekkt fyrirbæri hér um slóðir. Pegar við litum í kringum okkur, sáum við einhverja hvíta veru handan við túnið á hreyfingu í áttina til okkar. Pegar við gáðum betur að, sáum við, að þetta var sóknarpresturinn, sem hafði flýtt sér á fætur. Til þess að verjast næturkulinu hafði hann sveipað sig hvítu ullarteppi. Við héldum okkur úti við alla nóttina eins og raunar allir íbúar Reykjavíkur og undruðumst fegurð himinsins og norðurljósanna, sem flögruðu um allt himinhvolfið. Við vorum á róli í nokkr- ar klukkustundir, en fórum þá í rúmið aftur. Síðar um nóttina kom annar kippur, og héldu þessar hræringar áfram í eina átta eða tíu daga. En það fór betur, að við áttum ekki heima fyrir austan fjall, því að þar varð jarðskjálftinn svo harður, að menn ultu um koll og urðu að sitja kyrrir og halda sér í þúfurn- ar á túnunum. Pessir jarðskjálftar eru taldir hafa verið einhverjir hinir mestu, sem sögur fara af í þessu mikla eldfjallalandi. Á tæpri hálfri mínútu hrundu 135 bænda- býli og milli 500 og 600 útihús. Timburhúsin stóðust hræringarnar, en sums staðar sáust þau hreyfast eina þrjá eða sex þumlunga upp og niður á grunnmúr- unum. Þetta er í sjálfu sér ekkert undarlegt, þar sem greinilega mátti sjá, að fjöllin allt í kring nötruðu og skulfu. Aðeins tvær manneskjur létu lífið í ham- förum þessum. Himnafaðirinn hafði vakið íbúana með snörpum, en ekki lífshættulegum kippum, þannig að fólk hafði ráðrúm til þess að forða sér. 1- Hér er sjálfsagt átt við Maríu prinsessu af Orléans, 1865-1909, eiginkonu Valdimars Dana- prins, yngsta sonar Kristjáns IX. Danakonungs. Hiin var, eins og nafnið bendir til, af frönskum konungaættum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.