Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1981, Page 164

Andvari - 01.01.1981, Page 164
162 FRÁ KOMU KAÞÓLSKU NUNNANNA TIL ÍSLANDS 1896 ANDVARI nálgast, reyna systurnar eftir mætti að vekja trúnaðartraust og iðrun hins sjúka, svo að sál hans megi vera viðbúin að ganga inn til eilífs lífs. Hinn 14. nóvember 1903 héldu tveir prestar úr reglu heilags Montforts í Hróarskeldu, þeir séra Meulenberg og séra Servaes,1 með gufuskipinu Lauru áleiðis til íslands. Með þeim var leikbróðir Bonifacius að nafni. Prestarnir áttu að taka við störfum séra Schreibers, sem hélt alfarinn til Danmerkur 25. desember. Þessir prestar hófu þegar störf af miklum áhuga meðal kaþólskra manna hér. Hefur fórnfýsi þeirra og kostgæfni þegar borið nokkurn árangur. Hafa allmargir íslendingar snúið aftur til Heilagrar kirkju síðan þeir komu hingað. Þeim eigum við líka að þakka nýja skólann í Landakoti, sem fullbúinn var árið 1909. Þessir áhugasömu sálusorgarar eiga ekki einungis miklum vinsæld- um að fagna hjá söfnuðinum, heldur og meðal mótmælenda, sem virða og meta hina kaþólsku klerka. Jafnvel lúterskir prestar skrifa þeim og heimsækja þá til þess að leita ráða. Þegar hans hátign Friðrik konungur áttundi kom til íslands 30. júlí 1907, hitti hann prestana á förnum vegi. Konungur var einn á göngu og gekk til þeirra. Hans hátign ræddi við þá í stundarfjórðung og lét í ljós ánægju sína yfir dvöl þeirra á íslandi og þakkaði þeim með nokkrum alúðlegum orðum fyrir allt, sem þeir gerðu fyrir Islendinga. Nokkrum dögum síðar fengu prest- arnir boð um að taka þátt í konungsveizlunni, þar sem þeim var skipað til sætis við háborðið í námunda við konung. Islenzki ráðherrann og aðrir emb- ættismenn líta á það sem mikinn sóma að fá kaþólsku prestana í heimsókn. Hinn 7. nóvember 1910 voru þrjú hundruð ár tólfræð, eða 360, liðin síðan síðasti kaþólski biskupinn á Islandi lét lífið fyrir trúnað sinn við Heilaga kirkju og þjóð sína. Hinum lútersku íbúum bæjarins var ekki vel ljóst, með hverjum hætti bezt væri að heiðra minningu Jóns Arasonar, sem þeir telja í hópi mestu manna þjóðarinnar. Þeir komu þess vegna til séra Meulenbergs og báðu hann um að halda sorgarguðsþjónustuna sjálfan minningardaginn, þar sem Jón Arason hefði verið lcaþólskur biskup. Séra Meulenberg varð við ósk hátíðarnefndarinnar og efndi til veglegrar hátíðarsálumessu. Var ekkert til sparað, að allt mætti verða sem glæsilegast og hátíðlegast. Um sálumessuna, sem haldin var samkvæmt beiðni hátíðarnefndarinnar í kaþólsku kirkjunni, skrifaði lúterskur maður, og eitt af kunnustu skáldum íslenzku þjóðarinnar, í eitt íslenzku blaðanna, sem út kom 9. nóvember 1910, meðal annars þessi athyglisverðu orð:2 1. Johan Josef Servaes, fæddur í bænum Maastricht í Limburg, Hollandi, árið 1872. Kom til íslands ásamt séra Marteini Meulenberg 1903. Fór héðan 1917 af heilsufarsástæðum og andað- ist í bænum Kerkrade í Limburg árið 1932. 2. Lögrétta, V. árg. nr. 55, 9. nóvember 1910. Greinin, sem ber fyrirsögnina „Sálumessa", er merkt G. M. og mun vera eftir skáldið Guðmund Magnússon, Jón Trausta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.