Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 26

Andvari - 01.01.1992, Page 26
24 GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON ANDVARI 5. Þáttaskil Árið 1915 varð mikil breyting á einkahögum Sigurðar, hann kvæntist og stofnaði heimili. Kona hans var Halldóra Ólafsdóttir. Faðir henn- ar var séra Ólafur Finnsson prestur í Kálfholti í Holtum, en Þórunn Ólafsdóttir móðir hennar var ættuð frá Mýrarhúsum á Seltjarnar- nesi. Halldóra var fædd 1892 og því 14 árum yngri en Sigurður, er var 37 ára þegar þau giftust. Þessi ráðahagur varð Sigurði til mikillar gæfu. Halldóra var mikilhæf kona, hún stóð föst og traust við hlið honum það sem eftir var ævinnar og studdi hann með ráðum og dáð. Sigurður fann það ofurvel sjálfur hve mikils virði hún var honum og unni henni jafn heitt og fölskvalaust á efri árum sem í upphafi. Þeim hjónum varð fimm barna auðið og fæddust þrjú hin elstu í Reykja- vík: Ólafur 1915, Þórunn 1917 og Örlygur 1920, en tveir yngstu syn- irnir á Akureyri: Guðmundur Ingvi 1922 og Steingrímur 1925. Árið 1917 var Sigurður skipaður kennari við Kennaraskólann, og þar með var fjárhagur hans kominn á fastan grundvöll, þótt launin væru ekki ýkja há. Hann var vinsæll og mikils metinn kennari og orðinn kunnur rithöfundur. Þótt ekki hefði hann skrifað þykkar bækur, höfðu ritgerðir hans vakið talsverða athygli og litið var til hans sem efnilegs og sjálfstæðs djúphyggjumanns. í ársbyrjun 1921 andaðist Stefán Stefánsson skólameistari á Akur- eyri. Norðlendingum þótti vænt um skóla sinn og höfðu talsverðan metnað fyrir hönd hans. Mjög hafði sópað að Stefáni skólameistara og var skarðið vandfyllt. Var nú leitað til Sigurðar um það, hvort hann myndi vilja taka að sér skólameistarastarfið. Komu þar ýmsir áhrifamenn við sögu, meðal annarra Jónas Jónsson frá Hriflu. Sig- urður mun hafa verið tregur til, lét þó til leiðast að lokum, en setti skilyrði, meðal annars það að Guðmundur G. Bárðarson yrði ráðinn náttúrufræðikennari skólans. Guðmundur var þá einn af virtustu náttúrufræðingum landsins. Hann var að mestu sjálfmenntaður, hafði orðið að hætta námi í Reykjavíkurskóla sakir heilsubrests, og hafði síðan verið bóndi í Strandasýslu en stundað vísindastörf jafn- hliða. Fyrir þau störf var hann orðinn kunnur maður og hafði hlotið styrki til rannsókna frá vísindastofnunum. Kom þarna þegar í ljós sú stefna Sigurðar að afla skólanum sem allra færastra kennara í hverri grein.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.