Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Síða 28

Andvari - 01.01.1992, Síða 28
26 GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON ANDVARI legan hátt er sýnt fram á hvílíkt áfall afnám Hólaskóla var fyrir norðlenska pilta, sem hugðu á skólanám. Það sem til þessa hafði með talsverðum fórn- um vel mátt takast hjá sonum miðlungs bænda varð nú þorra manna frá- gangssök. Aratugum saman afvenjast norðlenskir bændur því að mestu að kljúfa kostnað þann, sem því fylgdi að senda syni sína í latínuskóla.11 Ekki var að undra þótt Norðlendingar sæktu það fast að fá aftur skóla norður. Sú barátta bar árangur nokkru eftir að íslendingar fengu stjórnarskrá. Skólanum var þá valinn staður á hinu forna höfð- ingjasetri Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar var hann settur í fyrsta sinni haustið 1880 og höfðu Norðlendingar þá verið án skóla í rúma þrjá aldarfjórðunga. Fyrsti skólastjóri Möðruvallaskóla var Jón Andrésson Hjaltalín er verið hafði bókavörður í Edinborg. Jón hafði búið hátt á annan áratug í Englandi og Skotlandi. Þessi dvöl hafði mótað hann nokkuð og áhrifa hennar gætti á hinn nýja skóla, þannig að skólabragur þar varð frá upphafi talsvert ólíkur því sem var í Reykjavíkurskóla, en að sjálfsögðu skipti þar líka nokkru máli að skólinn var í sveit. Persónuleg samskipti kennara og nemenda urðu meiri og frjálsmannlegri en syðra, minni áhersla á einkunnum og refsingum. Einnig var kennsla í sumum greinum nýtískulegri, meðal annars reyndi Jón að venja nemendur við að tala aðeins ensku í enskutímunum. Ekki var til Möðruvallaskóla af neinu ríkidæmi stofnað. Aðstæður voru þar frumstæðar og frumbýlingsörðugleikarnir margir. Árferði fór versnandi og upp komu erfið mál innan skólans, svo sem matar- deilan fræga. Varð þetta allt til þess að nemendum fækkaði og fram komu raddir um að leggja skólann niður. Gekk þetta svo langt að á Alþingi var flutt tillaga árið 1889 um að leggja skólann niður, en koma upp gagnfræðakennslu í Reykjavík í staðinn. Sú tillaga var felld með minnsta atkvæðamun. Enn kom fram stjórnarfrumvarp um sama efni árið 1895, en það náði heldur ekki fram að ganga. Jafn- framt komu fram hugmyndir um að flytja skólann til Akureyrar. Meðan á þessu stóð hafði skólinn þó rétt allvel við, nemendum hafði fjölgað aftur og skólinn vaxið í áliti. Árið 1902 brann skólahúsið á Möðruvöllum. Eftir það var nærri sjálfgert að flytja skólann til Akureyrar, sem þá var bær í örum vexti, en átti sér enga aðstöðu til framhaldsfræðslu unglinga. Skólinn var líka á flestan hátt betur settur á Akureyri en Möðruvöllum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.