Andvari - 01.01.1992, Síða 30
28
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
ANDVARI
asti skólamaður landsins á sinni tíð. Hann kom að skólanum á erfið-
um tímum, hefur hugsanlega bjargað honum frá að þurrkast alveg
út, lyfti honum í áliti og tókst á merkilegan hátt að sameina hlutverk
hans sem alþýðuskóla og undirbúningsskóla undir frekara nám. En
heilsa hans var veil síðari árin og andlát hans 1921 kom ekki á óvart.
7. „Skólinn skal upp!“
Eins og fyrr getur var Sigurður Guðmundsson tregur til að fara
norður og taka að sér gagnfræðaskólann. En talsvert var að honum
lagt, enda voru miklar vonir bundnar við komu hans. Og nyrðra
voru næg verkefni er biðu úrlausnar. Stefán skólameistari hafði verið
sjúkur maður síðustu árin og þá hafði sigið á ógæfuhlið um allt við-
hald skólahússins. Það er raunar ein af veilum lýðræðis, hve erfitt er
að fá fé til viðhalds húsa og annarra eigna ríkisins. Þeir sem kjörnir
eru af almenningi til að stjórna eru jafnan miklu fúsari til að veita fé
til nýrra framkvæmda, ekki síst þeirra er gætu haldið nafni þeirra á
lofti og aflað þeim vinsælda, heldur en til viðhalds sem fáir taka eftir
og færri þakka. Við þetta bættist að Jón Magnússon ráðherra er fór
með mál skólans hafði ávallt reynst honum örðugur. En nú tók Sig-
urður Eggerz við embættinu. Einnig kom þarna til dugnaður og
málafylgja Sigurðar skólameistara. Hann reyndist býsna drjúgur við
að afla skólanum fylgis einstakra þingmanna, auk þess sem hann
beitti sér við stjórnina. Arangurinn lét ekki á sér standa: Gagngerð
viðgerð fékkst á húsinu, það var raflýst og sett í það miðstöð, í stað
útikamra voru sett salerni í kjallara. Má geta nærri hvílík stakka-
skipti urðu við þetta.
En það urðu umskipti á fleiri sviðum. Steindór Steindórsson segir
svo frá:
Það fannst brátt á, er hann (Sigurður Guðmundsson) tók við skólastjórn, að
hún var komin í fastar hendur. Enda reyndist það svo, að hann stýrði skól-
anum með miklum skörungsbrag í fullan aldarfjórðung og skilaði öllu heilu í
höfn, þótt oft væri siglt um bratta boða og kaldan blési úr ýmsum áttum. . .
Hann tók þegar upp strangara eftirlit og harðari aga en áður gerðist. Fylgd-
ist hann mjög með daglegu framferði nemenda og hversu þeir ræktu skóla-
aga, einkum í sambandi við áfengisneyslu, en hún var tekin að aukast í land-
inu þegar á fyrstu skólastjórnarárum hans og fór vaxandi . . . Sigurður