Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1992, Side 33

Andvari - 01.01.1992, Side 33
andvari SIGURÐUR GUÐMUNDSSON 31 jafnaði fengu að sleppa þriðjungi þess námsefnis er þeir höfðu lesið frá gagnfræðaprófi. Þegar litið er yfir sögu norðlenska skólans, er það undrunarefni hve lítinn stuðning hann hlaut frá „stóra bróður“ syðra í baráttu sinni fyrir auknum réttindum. Mátti kalla að stjórnendur og kenn- endur Reykjavíkurskóla legðust gegn hverri tilraun til að koma á fót skóla norðanlands eða efla hann eftir að hann var kominn á laggirn- ar. Þeim mæta manni Geir rektor Zoéga er send til umsagnar beiðni Sigurðar skólameistara um leyfi til að halda stúdentspróf nyrðra vor- ið 1927 „undir tryggilegu eftirliti stjórnskipaðra prófdómenda, sem ef til vill mætti senda frá Reykjavík, og með öðrum þeim ráðstöfun- um sem taldar væru fullnægjandi til þess að prófið gæti að öllu jafn- gilt stúdentsprófi frá Hinum almenna menntaskóla.“ Geir leggur til að beiðninni verði synjað: Að öllu vel athuguðu verður ekki hægt að mæla með því, að þetta umbeðna leyfi til að útskrifa stúdenta úr svonefndri framhaldsdeild Gagnfræðaskóla Akureyrar verði veitt að svo stöddu.“17 Geir rökstyður mál sitt með því að nákvæma vitneskju skorti um það hvernig kennslu hafi verið háttað nyrðra og að kennslan muni hafa verið ófullkomin og hefur þar nokkuð til síns máls frá formlegu sjón- armiði. Rétt er þó að hafa í huga að framhaldskennslan nyrðra var framkvæmd af miklum vanefnum. Enginn styrkur fékkst til hennar frá yfirvöldum og mun hún að talsverðu leyti hafa verið unnin í sjálf- boðavinnu. Því hefur verið erfitt að rita um hana greinagóða skýrslu. Einnig drepur Geir rektor á það að stúdentum kynni að fjölga ískyggilega, væru skólanum veitt þessi réttindi, en mörgum hraus þá hugur við offjölgun stúdenta. Á þessum árum brautskráðust að jafn- aði um 40 stúdentar á ári. Þessi afstaða Reykjavíkurskóla olli eins og eðlilegt var nokkrum kala milli skólanna. Greri ekki um heilt fyrr en sumarið 1938 að norðankennarar buðu sunnankennurum norður. Þekktust þeir boðið og héldu norður með Pálma rektor Hannesson í broddi fylkingar, en hann hafði einmitt komið að norðan þegar hann tók við rektorsemb- ættinu í Reykjavík 1929. Á Akureyri fóru svo fram mikil fundahöld og þar var stofnað Félag menntaskólakennara. Að fundum loknum var efnt til veglegs hófs í skólanum og þar sættust menn fullum sátt- um.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.