Andvari - 01.01.1992, Side 36
34
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
ANDVARI
hugarburður. Menntun er fólgin í virðingu á staðreyndum, mér liggur við að
segja, lotningu fyrir staðreyndum. Menntun er fólgin í |rví, að menn leitast
við að finna orsakir og ástæður staðreynda og atgerða, sjá fyrir orkanir
þeirra, áhrif og afleiðingar, virða með óhlutdrægni eða hlutlægni gildi þeirra,
gera sér grein fyrir, hvað er leið að marki og hvað er mark og mið. Því má
eigi gleyma, að menntun, í skýrðum skilningi, er eigi menntun. nema hún
seytli ofan í hugarrætur vorar, sígi ofan í hvatir vorar og geðsmuni, vökvi
þær og frjóvgi. . . . Því notaði ég orðið eðlisleikni, er ég af veikum mætti
reyndi að skýrgreina eitt einkenni menntunar. Einkenni hins djúpmenntaða
manns hygg ég vera mundangleik og hlutlægni í framferði, framkomu og við-
horfi. Menntaður maður er oftast mundanglegur. Menntun verður, sem
blóðið sífellt rennur í æðunum, að sí-líða um hugarfar vort, vera á þann veg
eðlismenntun, sem temprar skaplyndi vort, sí-elur hóflæti og gáleika í trú og
skoðun, varnar oss að gleyma því, að oss getur jafnan yfirsést, óviljandi og
óvitandi getum vér verið röngu máli fylgjandi. . . . Menntun í öllum þeim
skilningi, sem ég hefi nú tekið fram, á að vera síðasta markmið skóla vors. 22
Um þetta segir Páll Skúlason:
I orðum þeirra Mills og Sigurðar skólameistara felst sú skoðun á menntun að
hún sé hvorki bókleg þekking né verkleg kunnátta eingöngu - heldur þroski
þeirrar gáfu sem gerir manninn að eilífri gátu andspænis sjálfum sér og ver-
öldinni - gátu sem sífellt verður að takast á við og gagnrýna frá öllum hlið-
um - eigi menntunin, menningin, ekki að líða undir lok. 23
Þegnskapur og ábyrgðarkennd, þessi liugtök eru eins og rauður
þráður í mörgum skólaræðum Sigurðar. Viðleitni hans beinist ekki
aðeins að því að veita nemendum þekkingarforða, heldur og ekki
síður að því að þroska þá og efla andlega, gera þá að ábyrgum
manndómsmönnum. I skólaræðu sem hann flytur á síðustu skóla-
stjórnarárum sínum segir hann meðal annars:
Sitt hvað er skólamenntun og vitsmunir. Af staðreynda-stagli og þjálfun
skólanna verður ekki vænst mikils drengskapar- né hugsunarþroska í al-
mennum efnum. Framhaldsskólar vorir eru hver öðrum hræðilega líkir. . .
Mig uggir, að fræðslufyrirkomulag skólanna, látlaus yfirhlýðsla og ítroðning-
ur, hafi að nokkru í för með sér skort á raunrýni og frjórri gagnrýni, valdi
ósjálfstæði í sköpun skoðana á almennum viðfangsefnum, til dæmis stjórn-
málum og félagsmálum. Þá er vísindamenn og menntaiðkendur hætta sér út
fyrir landamæri sérgreina sinna, eru þeir auðtrúa, óraunhæfir. . . 24
Sigurður kemur víða við í skólaræðum sínum og skiptir þá ekki alltaf
miklu máli hvert umræðuefnið er. í ræðu er hann hélt veturinn 1930-