Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 36

Andvari - 01.01.1992, Page 36
34 GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON ANDVARI hugarburður. Menntun er fólgin í virðingu á staðreyndum, mér liggur við að segja, lotningu fyrir staðreyndum. Menntun er fólgin í |rví, að menn leitast við að finna orsakir og ástæður staðreynda og atgerða, sjá fyrir orkanir þeirra, áhrif og afleiðingar, virða með óhlutdrægni eða hlutlægni gildi þeirra, gera sér grein fyrir, hvað er leið að marki og hvað er mark og mið. Því má eigi gleyma, að menntun, í skýrðum skilningi, er eigi menntun. nema hún seytli ofan í hugarrætur vorar, sígi ofan í hvatir vorar og geðsmuni, vökvi þær og frjóvgi. . . . Því notaði ég orðið eðlisleikni, er ég af veikum mætti reyndi að skýrgreina eitt einkenni menntunar. Einkenni hins djúpmenntaða manns hygg ég vera mundangleik og hlutlægni í framferði, framkomu og við- horfi. Menntaður maður er oftast mundanglegur. Menntun verður, sem blóðið sífellt rennur í æðunum, að sí-líða um hugarfar vort, vera á þann veg eðlismenntun, sem temprar skaplyndi vort, sí-elur hóflæti og gáleika í trú og skoðun, varnar oss að gleyma því, að oss getur jafnan yfirsést, óviljandi og óvitandi getum vér verið röngu máli fylgjandi. . . . Menntun í öllum þeim skilningi, sem ég hefi nú tekið fram, á að vera síðasta markmið skóla vors. 22 Um þetta segir Páll Skúlason: I orðum þeirra Mills og Sigurðar skólameistara felst sú skoðun á menntun að hún sé hvorki bókleg þekking né verkleg kunnátta eingöngu - heldur þroski þeirrar gáfu sem gerir manninn að eilífri gátu andspænis sjálfum sér og ver- öldinni - gátu sem sífellt verður að takast á við og gagnrýna frá öllum hlið- um - eigi menntunin, menningin, ekki að líða undir lok. 23 Þegnskapur og ábyrgðarkennd, þessi liugtök eru eins og rauður þráður í mörgum skólaræðum Sigurðar. Viðleitni hans beinist ekki aðeins að því að veita nemendum þekkingarforða, heldur og ekki síður að því að þroska þá og efla andlega, gera þá að ábyrgum manndómsmönnum. I skólaræðu sem hann flytur á síðustu skóla- stjórnarárum sínum segir hann meðal annars: Sitt hvað er skólamenntun og vitsmunir. Af staðreynda-stagli og þjálfun skólanna verður ekki vænst mikils drengskapar- né hugsunarþroska í al- mennum efnum. Framhaldsskólar vorir eru hver öðrum hræðilega líkir. . . Mig uggir, að fræðslufyrirkomulag skólanna, látlaus yfirhlýðsla og ítroðning- ur, hafi að nokkru í för með sér skort á raunrýni og frjórri gagnrýni, valdi ósjálfstæði í sköpun skoðana á almennum viðfangsefnum, til dæmis stjórn- málum og félagsmálum. Þá er vísindamenn og menntaiðkendur hætta sér út fyrir landamæri sérgreina sinna, eru þeir auðtrúa, óraunhæfir. . . 24 Sigurður kemur víða við í skólaræðum sínum og skiptir þá ekki alltaf miklu máli hvert umræðuefnið er. í ræðu er hann hélt veturinn 1930-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.