Andvari - 01.01.1992, Síða 62
60
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
fyrri tíð en ýmsum lesendum mun þykja rétt: meira að segja Alþýðubókin
telst aðeins að litlu leyti sósíalískt verk. Sönderholm fjallar einna best um
seinni verk Halldórs. Einkum er löng og rækileg greiningin á Kristnihaldi
undir Jökli, síðasta meiri háttar skáldverki höfundarins. Sú bók kom mörg-
um unnendum hans ærið framandlega fyrir sjónir og þurfti tíma til að
sanna sig í vitund manna, en áhugi á þessu launungarfulla verki hefur sí-
fellt farið vaxandi. Sést það meðal annars á því að á Halldórsstefnu sem
Stofnun Sigurðar Nordals efndi til í sumar voru fluttir um það þrír fyrir-
lestrar og er einn þeirra að finna í þessum árgangi Andvara.
Bókum íslenskra fræðimanna um Halldór hefur smám saman fjölgað. Ei-
ríkur Jónsson reið á vaðið og greindi heimildir skáldsins við samningu Is-
landsklukkunnar í ritinu Rœtur íslandsklukkunnar (1981). Arni Sigurjóns-
son gaf út tvær bækur undir nafninu Laxness og þjóðlífið (1986-87). I fyrri
bókinni rekur hann bókmenntakenningar sem gætti á Islandi á árunum
milli stríða (sjá grein Vésteins Olasonar í Andvara 1987). I seinni bók Arna
er fjallað um pólitísk viðhorf í verkum Halldórs á þessum árum, einkum
Sjálfstæðu fólki. Sigurður Hróarsson ritaði um Halldór Laxness og Sovét-
ríkin, það er afstöðu Halldórs til rússnesks kommúnisma, en það er efni
sem þarfnast miklu nánari og gagnrýnni skoðunar (sjá fyrrnefnda grein Vé-
steins Ólasonar), - enda eru nú að koma fram í dagsljósið skjöl í safni í
Moskvu sem að því lúta. Enn gaf Halldór Guðmundsson út bók um Vefar-
ann mikla frá Kasmír, með nafni af frægum upphafsorðum ritdóms Kristj-
áns Albertssonar, „Loksins, loksins“ (1987).
Um síðastnefndu bókina spunnust nokkrar þrætur í Skírni og Tímariti
Máls og menningar milli höfundar og Astráðs Eysteinssonar. Snerust þær
um það hvort Vefarinn gæti talist upphaf módernískra bókmennta í lausu
máli, aðallega af því að hann átti sér ekki beint framhald, hvorki í verkum
Halldórs Laxness næst á eftir né í verkum annarra. Þetta sýnist mér deila
um keisarans skegg, að því leyti að hvorttveggja er óyggjandi: Vefarinn
plægði jarðveg nútímaskáldskapar á íslandi og svo hitt að bókmenntir í lík-
um stíl voru ekki samdar um sinn. Það gilti bæði um ljóðlist og sagnagerð
skáldsins á þessum tíma: „Unglingurinn í skóginum“ átti sér ekkert fram-
hald heldur. Halldór Laxness flutti í þessum verkum anda samtímabók-
mennta og hræringa í Evrópu heim til Islands, í það þrönga og einangraða
þjóðfélag sem þar ríkti. En hvort sem það stafaði fremur af því að þjóðfé-
lagið var ekki móttækilegt eða því að áhugamál Halldórs breyttust - líklega
hvoru tveggja - þá tók skáldið aðra stefnu og væri fávíslegt að harma það,
slíkan auð sem hann færði þjóðinni næstu áratugi með sínum miklu epísku
verkum.
Það er fróðlegt að hyggja að því hvernig íslenskir lesendur hafa tekið verk-