Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 64
62
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
týrum, riddarasögum, fornaldarsögum, tröllasögum, heilagra manna sög-
um í höndunum á honum. Hvort sem hann fegrar, ýkir, skopstælir eða
skrumskælir, er hann alltaf öðru hvoru megin við hið hversdagslega. Það
er furðuleg hégómagirni af mennskum mönnum að láta sér til hugar koma,
að kynjamyndir eins og Bjartur í Sumarhúsum eða Pétur Þríhross séu
sniðnar eftir þeirra miðlungsvexti. Það er eins og hrútur norður í Bárðar-
dal eða boli uppi í Borgarfirði færu að gera sér rellu út af því, að samnefnd
stjörnumerki í dýrahringnum væru illa gerðar myndir af sjálfum þeim. Að
vísu koma yfirburðir og eðli Halldórs í senn fram í því, að þessar myndir
verða ekki tómir skuggar, heldur gæddar lífi og blóði, verulegri en sjálfur
veruleikinn. . . .“
í þessari grein Nordals kemur fram það viðhorf borgaralegra mennta-
manna á þessum tíma að gera lítið úr pólitískum þætti í verkum Halldórs.
Sigurður skrifar grein sína reyndar til að vinna gegn fordómum í garð höf-
undarins sem voru óvenjumagnaðir þá og stílar hana til þeirra sem höfðu
einkum meðtekið þann áróður að Halldór væri vegna pólitískra skoðana
ekki húsum hæfur. En verk Halldórs á fjórða áratugnum verða ekki metin
án þess að líta á afstöðu hans til þjóðfélagslegra deilumála í samtímanum.
Þegar menn sögðu að pólitík spillti skáldverkum höfundarins var það að-
eins tilraun til að verjast áhrifamætti þeirra. Menn reyndu að bjarga sér
með því að segja að víst væru einstakir „kaflar“ hjá Halldóri snilldarvel
skrifaðir, en heildarmyndin í verkum hans væri bjöguð.
Það stórverk Halldórs sem mest markast af ákveðinni pólitískri skoðun
er Sjálfstætt fólk. Og þegar sú bók er lesin og metin er enginn vafi á að ein-
mitt pólitísk niðurstaða hennar er úrslitaatriði í áhrifamætti verksins. Hug-
myndin um samyrkjubú sem Halldór kynnist í Sovétríkjunum verður til
þess að hann finnur leið til að móta sitt mikla epos um einyrkjabóndann
sem hann áður var búinn að leggja drög að. Hitt er svo allt annað mál
hvort þessi hugmynd er pólitískt raunhæf í „veruleikanum“ eða „rétt“. Eft-
ir á er auðvelt að sjá að svo var alls ekki. En sem burðargrind í skáldsögu
um einyrkjann dugar hún vel.
Kristinn E. Andrésson varð einn fyrstur íslenskra menntamanna til að
skrifa vandaða og skilningsríka gagnrýni um sögur Halldórs. Kristinn var í
öndverðu rómantískur þjóðernissinni, nam fyrst undir handleiðslu Sigurðar
Nordals, síðan í Þýskalandi í deiglu áranna um 1930. Árið 1932 gerðist
hann kommúnisti og sama ár birti hann fyrstu grein sína um Halldór, rit-
dóm um Sölku Völku. Um Sjálfstætt fólk samdi hann síðan rækilega rit-
dóma og bera skilgreiningar hans á þeirri sögu af skrifum annarra á þeim
tíma og að vissu leyti allt til þessa dags. í greinum Kristins fellur saman
skilningur og smekkur á listrænt snið sögunnar og heils hugar samstaða
með pólitískri niðurstöðu hennar.