Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 64

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 64
62 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI týrum, riddarasögum, fornaldarsögum, tröllasögum, heilagra manna sög- um í höndunum á honum. Hvort sem hann fegrar, ýkir, skopstælir eða skrumskælir, er hann alltaf öðru hvoru megin við hið hversdagslega. Það er furðuleg hégómagirni af mennskum mönnum að láta sér til hugar koma, að kynjamyndir eins og Bjartur í Sumarhúsum eða Pétur Þríhross séu sniðnar eftir þeirra miðlungsvexti. Það er eins og hrútur norður í Bárðar- dal eða boli uppi í Borgarfirði færu að gera sér rellu út af því, að samnefnd stjörnumerki í dýrahringnum væru illa gerðar myndir af sjálfum þeim. Að vísu koma yfirburðir og eðli Halldórs í senn fram í því, að þessar myndir verða ekki tómir skuggar, heldur gæddar lífi og blóði, verulegri en sjálfur veruleikinn. . . .“ í þessari grein Nordals kemur fram það viðhorf borgaralegra mennta- manna á þessum tíma að gera lítið úr pólitískum þætti í verkum Halldórs. Sigurður skrifar grein sína reyndar til að vinna gegn fordómum í garð höf- undarins sem voru óvenjumagnaðir þá og stílar hana til þeirra sem höfðu einkum meðtekið þann áróður að Halldór væri vegna pólitískra skoðana ekki húsum hæfur. En verk Halldórs á fjórða áratugnum verða ekki metin án þess að líta á afstöðu hans til þjóðfélagslegra deilumála í samtímanum. Þegar menn sögðu að pólitík spillti skáldverkum höfundarins var það að- eins tilraun til að verjast áhrifamætti þeirra. Menn reyndu að bjarga sér með því að segja að víst væru einstakir „kaflar“ hjá Halldóri snilldarvel skrifaðir, en heildarmyndin í verkum hans væri bjöguð. Það stórverk Halldórs sem mest markast af ákveðinni pólitískri skoðun er Sjálfstætt fólk. Og þegar sú bók er lesin og metin er enginn vafi á að ein- mitt pólitísk niðurstaða hennar er úrslitaatriði í áhrifamætti verksins. Hug- myndin um samyrkjubú sem Halldór kynnist í Sovétríkjunum verður til þess að hann finnur leið til að móta sitt mikla epos um einyrkjabóndann sem hann áður var búinn að leggja drög að. Hitt er svo allt annað mál hvort þessi hugmynd er pólitískt raunhæf í „veruleikanum“ eða „rétt“. Eft- ir á er auðvelt að sjá að svo var alls ekki. En sem burðargrind í skáldsögu um einyrkjann dugar hún vel. Kristinn E. Andrésson varð einn fyrstur íslenskra menntamanna til að skrifa vandaða og skilningsríka gagnrýni um sögur Halldórs. Kristinn var í öndverðu rómantískur þjóðernissinni, nam fyrst undir handleiðslu Sigurðar Nordals, síðan í Þýskalandi í deiglu áranna um 1930. Árið 1932 gerðist hann kommúnisti og sama ár birti hann fyrstu grein sína um Halldór, rit- dóm um Sölku Völku. Um Sjálfstætt fólk samdi hann síðan rækilega rit- dóma og bera skilgreiningar hans á þeirri sögu af skrifum annarra á þeim tíma og að vissu leyti allt til þessa dags. í greinum Kristins fellur saman skilningur og smekkur á listrænt snið sögunnar og heils hugar samstaða með pólitískri niðurstöðu hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.