Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 66

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 66
64 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI Annars er viðhorf Kristins Andréssonar til Halldórs mjög eftirtektarvert. Þeir voru pólitískir saniherjar framan af og var Kristinn óþreytandi að boða Halldór fyrir þjóðinni sem skáldsnilling, þótt ekki verði séð af Skáldcitíma að höfundurinn hafi metið það nokkurs. En í þessu gerðist það að hinn pólitíski greinahöfundur Halldór og skáldið með sama nafni fara nokkuð ólíkar leiðir. Það áttu ýmsir samherjar örðugt með að sætta sig við, hversu mjög sem þeir dáðu skáldið, eins og Kristinn gerði. Grein hans í Rauðum pennum 1938, um tvær fyrri bækur Heimsljóss, er glöggt dæmi um það. Kristinn ræðir um persónusköpun í verkinu: „Annars er merkilegt að veita því athygli um allar persónurnar, sem skáldið leggur alúð við, að jafn ljóslifandi og þær verða í minni okkar, jafn sérkennilegar og þær eru, jafn skýrt og við greinum athafnir þeirra, eru þær okkur eftir sem áður í dýpsta eðli sínu ráðgáta. Og stundum finnst manni, að öll athygli skáldsins beinist að þessum óræðu töfradjúpum manneðlisins, í ást, þjáningu, leik, að upp- sprettu lífsins í náttúru og samfélagi, að tilfinningalífi mannsins. Persónur, sem farnar eru að hugsa, móta líf sitt, stefna að ákveðnu markmiði, eru sjaldgæfar í bókum Halldórs. . . . Hið jákvæða, senr lesendurnir eru alltaf að þrá í bókum Halldórs, kemur þar lítið fram ennþá. Persónurnar veita ekki þá leiðsögn, sem svo mörgum er kær, eru ekki sjálfar fyrirmyndir, sem svo æskilegt er að eiga á jafn ráðþrota tímum.“ Hér tekur sósíalrealistinn með kröfu sína um „jákvæða hetju“ framí fyrir fagurkeranum. Það er dálítið merkilegt að sjá að Kristinn skuli telja það ljóð á ráði skáldsins að athygli þess skuli beinast svo mjög að hinum „óræðu töfradjúpum manneðlisins“ og það skapi persónur, sem eru „í dýpsta eðli sínu ráðgáta.“ Er þetta ekki einmitt einkenni mikils skáldskap- ar? A þeim leiðum var Halldór Laxness raunar alla tíð, ella hefði hann ekki orðið það mikilfenglega sagnaskáld sem raun ber vitni. Pær slóðir voru ýmsir lesendur, sem heimta einföld svör og skýra leiðsögn, tregir til að fylgja honum. Mýstíska þræði má rekja gegnum allan skáldskap Hall- dórs. Pess vegna er athugaverð sú tilhneiging að skipta ferli hans í skýrt af- mörkuð skeið. í höfundarverki hans öllu er föst samfella og það er ótvírætt gildi á bók Eriks Sönderholms að draga skýrar fram en fyrr hefur gert ver- ið hina lífrænu heild, „organisk enhed“, þess frá upphafi. Allt um það er vitaskuld hentugt að deila þessu geysimikla verki niður fyrir sér í kafla eða skeið þar sem áherslur breytast. Umskiptin frá kaþ- ólsku til sósíalisma eru ekki eins skörp og löngum er látið í veðri vaka. Sönderholm sýnir fram á að Vefarinn á sér í raun tvenn sögulok, önnur í fráhvarfi frá kaþólsku kirkjunni, „lífræna“, veraldlega lausn sjöundu bók- ar, - hin sem sett eru með viljaátaki að lyktum, þar sem kirkjan hrósar sigri í baráttunni um sál hins unga manns. Sósíalismi Halldórs varð aldrei dogmatískur, næst því að fylgja pólitískri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.