Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 68

Andvari - 01.01.1992, Page 68
66 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI opnað bók í rúm fimtíu ár. Ættum við ekki heldur að bréfa hvað verða skuli af þessum sautján rolluskjátum sem ég tel mér.“ Þetta er nokkuð harðhnjóskulegt uppgjör manns sem séð hefur hvern guðinn af öðrum bregðast og á að lokum ekkert eftir nema umhyggjuna fyrir skynlausum skepnum, hinu umkomulausa lífi. Og það er kannski ekki svo lítilvægt. En hverjir voru þeir „guðir“ sem Halldór Laxness aðhylltist í rauninni á sinni höfundarævi? Vandkvæðin við að greina það rétt stafa að nokkru af því að Halldór, eins og allir miklir rithöfundar, hefur verið iðinn við að skrá sögu sína sjálfur jafnóðum, eins og hann vill láta túlka hana, og fræðimenn síðan þrætt þau spor. Þar kemur brátt upp sú setning að hann hafi skrifað sig frá kaþólsku með Vefaranum og tekið trú á sósíalisma og kommúnisma (án þess að verða nokkru sinni formlega kommúnisti, vildi þannig aldrei ganga í Kommúnistaflokk Islands). En rammur stalínisti var hann, um það ber Gerska ævintýrið skýrastan vott, og tók málstað Sovét- ríkjanna í heimsmálum fram á tíma kalda stríðsins, hvort sem honum eða öðrum líkar betur eða verr nú. Aður en hið endanlega uppgjör kom í Skáldatíma hafði breyting orðið á skáldskap hans. Efahyggja og vantraust á öllum kenningum, slíkt sem Harðhnútur orðar svo afdráttarlaust, varð kennimark skáldsins. Merkimiðar á mikla listamenn eru alltaf villandi og þrætur um það hvort menn hafi aðhyllst þetta eða hitt viðhorf í þjóðfélagsmálum verða iðulega fánýtar og sýna einkum frumstætt viðhorf lesandans. Eftir því sem skáld- skapur er ríkari þáttur í lífi eins manns, eftir því er fráleitara að ætla að marka honum slíkan bás. Sannir listamenn láta ekki að stjórn, hollusta þeirra við kröfur hinnar sífrjóu, ófyrirsjáanlegu sköpunargáfu hindrar það. En allar þjóðfélagshræringar speglast með sínum hætti í verkum lista- mannsins. Þær gera það engu síður í verkum sem eiga að gerast á löngu horfnum tíma. Islandsklukkan og Gerpla eru vitaskuld mögnuð dæmi um slíkt. Af mörgum viðtölum við Halldór Laxness er mér sérlega minnisstætt viðtal sem Erlingur Davíðsson átti við hann og birtist í Degi á Akureyri 23. ágúst 1967. I lok samtalsins spyr Erlingur: „Hverjir eru þeir á íslandi sem ekki eru skáld? - Þetta er dálítið slungin spurning og vandi að svara henni, segir skáldið og verða svipbreytingar margar. - Ég tel ekki að skáld séu þeir einir sem rita bækur eða yrkja ljóð, heldur þeir sem hafa ljóðræna og skáldlega sýn á hlutunum í sínu lífi og geta skilið þá menn sem leggja það fyrir sig að túlka heiminn á skáldlegan hátt. Ég spurði einu sinni geðveikralækni á þessa leið: Eru ekki allir miðlar brjálaðir? Þá segir hann: Jú, og ekki aðeins eru allir miðlar brjálaðir, heldur líka allir þeir menn sem hafa tilhneigingu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.