Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 69

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 69
andvari í LJÓSI SKÁLDSKAPAR 67 til þess að fara á miðilsfund. Ég segi þessa sögu sem fyndni eða til gamans. En í samræmi við þetta má segja að ekki séu aðeins þeir skáld sem yrkja og túlka tilveruna í skáldlegu ljósi, heldur séu þeir menn líka skáld sem hafa ánægju af að hlusta á skáldskap og gera sér far um að skilja hann og sjá veröldina í því Ijósi sem birtist í bókmenntum.“ Þessi orð eru áminning öllum sem fást við að skýra skáldskap. Skorti hina ljóðrænu og skáldlegu sýn á hlutunum er hætt við að ritskýringar verði andleysið uppmálað og má sjá þess mörg dæmi í því lærdómstorfi sem oft er nú borið á borð í nafni bókmenntafræða. Hins vegar er fróðlegt að hyggja að þeim menningarlegu undirstöðum sem mikill skáldskapur hvflir á. í dæmi Halldórs Laxness hefur oft verið rætt um afstöðu hans í trúmál- um, gagnvart kristindómi og öðrum trúarhreyfingum. Sigurbjörn Einarsson segir í ævisögu sinni sem Sigurður A. Magnússon skráði að Halldór sé trúarlega séð taóisti og ræðir um árásir hans á lútersku sem hálfsjúklega áráttu. Neikvætt viðhorf Halldórs gagnvart kenningu Lút- ers og siðaskiptunum gengur í gegnum allan feril hans og má sjá í hvað gleggstri mynd í Inngangi að Passíusálmum. En orðum Sigurbjörns biskups um Halldór andmælti annar lúterskur prestur, Gunnar Kristjánsson (And- vari 1989), telur þau órökstudd og óviðeigandi. „Peter Hallberg hefur gert þeirri tilhneigingu Halldórs að gefa villandi upplýsingar um sjálfan sig nokkur skil,“ segir Gunnar, - „undir þá tilhneigingu hljóta þekkt ummæli skáldsins um eigin taóisma að falla. Hitt orkar ekki tvímælis að hinn þungi undirstraumur í verkum Halldórs er kristinn eins og oft hefur verið sýnt fram á.“ - í þessu sambandi má minna á ummæli Halldórs frá efri árum að hann hafi ungur orðið kaþólskur og sé það enn. Eru þetta kannski líka vill- andi upplýsingar? Verum þess almennt minnug að í ríki skáldsins er ekkert sem sýnist. Víkjum loks aftur að Sjöstafakverinu. Par er ekki aðeins að finna dæmi- sögur um pólitískar kenningar sem veruleikinn drap, um spámenn sem brátt urðu hillingamyndir. Táknmálið er þrungið kristnum hugmyndum og mýstík. Og þar hygg ég að kaþólskan sé þyngri á metum en hinn títtnefndi taóismi. Sagan Kórvilla á Vestfjörðum skiptir miklu í þessu sjónarmiði. I djúpsæjum ritdómi um bókina í Tímariti Máls og menningar 1965 telur Sigfús Daðason að vísu aðrar sögur merkari. Samt segir hann að Kórvilla á Vestfjörðum sé mest saga í bókinni. Pað sé óhætt „að taka bókstaflega þá skýringu sem höfundur hefur látið í té: að hér sé fjallað „um mannssálina“. Um neyð sálarinnar væri þá sennilega nákvæmar til orða tekið. . . . Og það má segja að í sögunni sé hér og hvar eitthvert magnað bergmál sem vekur óskilgreindan grun. En ég verð að játa fyrir mína parta að meira veit ég ekki,“ sagði Sigfús. „Það kann að vera að tíminn muni breyta þessari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.