Andvari - 01.01.1992, Side 77
andvari
„ALT ER LYGI NEMA ÁSTIN"
75
Nietzsche án minnstu íróníu: „Ég er einn af þessum stóru, sterku mönnum,
sem heiminn vantar til þess að standa í hlífðarlausri baráttu við óvini
mannkynsins" (Bls. 167) „En einmitt með slíkri margröddun er írónía
byggð inn í formgerð verksins, og þannig fer stöðugt fram niðurrif hinnar
upphöfnu og framúrskarandi hetju.“ (4, bls. 297) Það fer ekki á milli mála
að í huga Astráðs er Steinn Elliði „upphafin framúrskarandi hetja“ (4, bls.
297) þó hetjan sé stundum rifin niður í verkinu. Diljá er að mati Astráðs
steinrunnin í sögulok. Hann sýnir konunum litla athygli og þar með litla
virðingu í túlkun sinni. Halldór Guðmundsson hefur samúð með Diljá en
Astráður ekki. Þeir Halldór og Ástráður eru ósammála í afstöðu sinni til
Diljár en Ástráður gagnrýnir Halldór þó aðallega fyrir bókmenntasögu-
skoðun hans í grein sinni. Sú gagnrýni verður ekki tíunduð frekar.
Árni Sigurjónsson skrifar yfirlitsrit um verk Halldór Laxness og tengir
þau íslensku þjóðlífi. Árni sýnir yfirborðsmynd af verkum Halldórs Lax-
ness en styrkur Halldórs liggur undir yfirborðinu og þess vegna er hætt við
að yfirlitsverk, eins og verk Árna Sigurjónssonar, einfaldi verk höfundar
og villi lesendum sýn. Árni fer fljótt yfir sögu í túlkun einstakra verka Hall-
dórs og tengir þau átökum í þjóðlífinu en skilur eftir það sem snýr að til-
finningalífi mannsins. Túlkun Árna á einstökum verkum er grunn en ekki
verður lagt mat á lýsingu hans á þjóðlífinu. Árni fellur í sömu gryfju og
aðrir karlmenn, sem hafa skrifað um Vefarann mikla frá Kasmír. Hann sér
ekki Diljá og þess vegna ekki nema lítinn flöt af Steini Elliða. Árni segir
um Vefarann: „Niðurstaða Vefarans mikla getur ekki orðið að skáldskapur
sé ómerkur, því verkið sjálft er einmitt merkur skáldskapur. F»að er þess
vegna sem Vefarinn mikli frá Kasmír fjallar ekki um leið Steins Elliða í
klaustrið heldur ekki síður leið hans út úr því.“ (2, bls. 29) Árni lítur á
Stein Elliða sem meginviðfang höfundar og Diljá er aðeins til sem viðfang
Steins Elliða. Hún á ekki sjálfstæða tilveru. Árni segir: „Þessi hugsun hans
um valdið birtist ekki síður í sambandinu við Diljá. Hún er leirinn í hönd-
um hans; þess vegna vill hann hana ekki. Hún veitir ekki nægilegt viðnám,
er ekki verðug hans, finnst honum. En þó sigrar hún hann kannski með
mýkt sinni, svo talað sé í anda taóismans.“ (2, bls. 29) Kannski sigrar Diljá
Stein Elliða með mýkt sinni, en í hverju felst sigur hennar? Lesandinn fær
ekki nánari skýringu á hugsanlegum sigri Diljár. Diljá er ekki verðug at-
hygli Árna Sigurjónssonar. Diljá er ekki til.
Halldór Guðmundsson hefur eins og Árni Sigurjónsson skrifað yfirlitsrit
um verk Halldórs Laxness. Rit Halldórs Guðmundssonar um Vefarann
sýnir eins og rit Árna Sigurjónssonar yfirborðsmynd sögunnar, en þó að-
eins þá mynd sem Halldór Guðmundsson sér. Halldór les svipaða sögu út
úr Vefaranum mikla og karlmennirnir sem nefndir hafa verið. í þeirra
huga er Vefarinn mikli fyrst og síðast saga Steins Elliða. Halldór Guð-