Andvari - 01.01.1992, Page 84
82
GUÐBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR
ANDVARI
Þegar ég hafði fyrst farið til annarra landa fyrir fimm árum hafði hún beðið mig fyrir
kveðju: Ef þú hittir einhverstaðar útí heiminum gamla kellíngu sem er eins aum og
ég, þá berðu henni kveðju mína.
Nú segi ég: Amma mín, manstu eftir kveðjunni sem þú baðst mig fyrir?
Skilaðirðu henni? sagði hún og brosti dauft.
Nei, sagði ég. En ég hef lifað á henni síðan ég fór.
(8, bls. 129-130)
Næsti kafli á eftir köflunum: „Kona frá Bár“ og „Skemtun í landinu“ heitir
„Barnabækur“. Fyrsta bókin sem Flalldór nefnir er Mjallhvítarævintýrið.
Það er mjög mikilvægt að gefa gaum að því sem Halldór segir um bernsku-
kynni sín af sögum, ljóðum og bókum vegna þess að þau kynni skipta
miklu máli í persónusköpun rithöfundarins Diljár. Amma Halldórs kenndi
honum allt sem máli skipti en í Vefaranum snúast kynjahlutverkin við. Þar
er það Örnólfur sem kennir Diljá að lesa og kynnir henni heimsbókmennt-
irnar:
Seinasta veturinn hans í mentaskólanum var hún sex ára gömul. Þann vetur hafði
hann kent henni að lesa. Svo ótrúlegt sem það annars mátti virðast að forstjóri Ylf-
íngs hefði kent lítilli stúlku að lesa, þá hafði það nú gerst: hún sat á kné honum nokk-
ur kvöld og fyren hana varði kunni hún galdurinn. Þau litu hvort framaní annað, hún
lítil og björt, hann stálpaður og svartbrýndur; þau litust í augu og hlógu af einskærum
fögnuði. Vorið sem hann lauk stúdentsprófi var hún orðin svo lærð að hún gat lesið
Bernskuna hjálparlaust, og Ferð Nonna til Kaupmannahafnar, og kunni sögurnar um
Mjallhvít og Rauðhettu. Það var ekki fyren árið eftir þegar hún átti að fara að læra
um Abraham, ísak og Jakob og aðra leiðinlega kalla, að hún sá eftir að hún skyldi
hafa lært að lesa. (Bls. 142)
í Vefaranum er lærimeistarinn karlmaður en barnið Diljá er kvenmaður,
sem reynir að setja saman sögur. I túninu heima er lærimeistarinn kona en
barnið karlmaður, strákurinn í Laxnesi, sem verður síðar rithöfundur.
Diljá og strákurinn í Laxnesi nærast á sömu bókmenntaverkum.
Sumar sögur, þarámeðal Mjallhvít, eru einsog runnar manni í merg og bein. Ég
kunni hana utanbókar í yndislegri þýðíngu Magnúsar Grímssonar þegar ég var á
fimta árinu, hún var fyrst bóka sem ég las. Og þegar ég las hana aftur fullorðinn, á
þessari skólameistaralegu afturfótaþýsku Grimmsbræðra, fanst mér hún enn góð.
Mér hefur þó aldrei þótt hún eins góð og núna - né eins mikil fjarstæða að þetta sé
„barnabók“. . . . og af því bók einsog Mjallhvít er heimsbókmentir.
(8, bls. 131, 150)
Og Halldór segir í hverjum kaflanum á fætur öðrum í bókinni í túninu
heima frá þeim sögum og rithöfundum sem Diljá les þegar hún er á svipuð-
um aldri og Halldór var. Það er engin tilviljun að Diljá les sömu sögurnar
og Halldór sjálfur. Diljá er fulltrúi Halldórs Laxness í Vefaranum. Það er