Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Síða 84

Andvari - 01.01.1992, Síða 84
82 GUÐBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR ANDVARI Þegar ég hafði fyrst farið til annarra landa fyrir fimm árum hafði hún beðið mig fyrir kveðju: Ef þú hittir einhverstaðar útí heiminum gamla kellíngu sem er eins aum og ég, þá berðu henni kveðju mína. Nú segi ég: Amma mín, manstu eftir kveðjunni sem þú baðst mig fyrir? Skilaðirðu henni? sagði hún og brosti dauft. Nei, sagði ég. En ég hef lifað á henni síðan ég fór. (8, bls. 129-130) Næsti kafli á eftir köflunum: „Kona frá Bár“ og „Skemtun í landinu“ heitir „Barnabækur“. Fyrsta bókin sem Flalldór nefnir er Mjallhvítarævintýrið. Það er mjög mikilvægt að gefa gaum að því sem Halldór segir um bernsku- kynni sín af sögum, ljóðum og bókum vegna þess að þau kynni skipta miklu máli í persónusköpun rithöfundarins Diljár. Amma Halldórs kenndi honum allt sem máli skipti en í Vefaranum snúast kynjahlutverkin við. Þar er það Örnólfur sem kennir Diljá að lesa og kynnir henni heimsbókmennt- irnar: Seinasta veturinn hans í mentaskólanum var hún sex ára gömul. Þann vetur hafði hann kent henni að lesa. Svo ótrúlegt sem það annars mátti virðast að forstjóri Ylf- íngs hefði kent lítilli stúlku að lesa, þá hafði það nú gerst: hún sat á kné honum nokk- ur kvöld og fyren hana varði kunni hún galdurinn. Þau litu hvort framaní annað, hún lítil og björt, hann stálpaður og svartbrýndur; þau litust í augu og hlógu af einskærum fögnuði. Vorið sem hann lauk stúdentsprófi var hún orðin svo lærð að hún gat lesið Bernskuna hjálparlaust, og Ferð Nonna til Kaupmannahafnar, og kunni sögurnar um Mjallhvít og Rauðhettu. Það var ekki fyren árið eftir þegar hún átti að fara að læra um Abraham, ísak og Jakob og aðra leiðinlega kalla, að hún sá eftir að hún skyldi hafa lært að lesa. (Bls. 142) í Vefaranum er lærimeistarinn karlmaður en barnið Diljá er kvenmaður, sem reynir að setja saman sögur. I túninu heima er lærimeistarinn kona en barnið karlmaður, strákurinn í Laxnesi, sem verður síðar rithöfundur. Diljá og strákurinn í Laxnesi nærast á sömu bókmenntaverkum. Sumar sögur, þarámeðal Mjallhvít, eru einsog runnar manni í merg og bein. Ég kunni hana utanbókar í yndislegri þýðíngu Magnúsar Grímssonar þegar ég var á fimta árinu, hún var fyrst bóka sem ég las. Og þegar ég las hana aftur fullorðinn, á þessari skólameistaralegu afturfótaþýsku Grimmsbræðra, fanst mér hún enn góð. Mér hefur þó aldrei þótt hún eins góð og núna - né eins mikil fjarstæða að þetta sé „barnabók“. . . . og af því bók einsog Mjallhvít er heimsbókmentir. (8, bls. 131, 150) Og Halldór segir í hverjum kaflanum á fætur öðrum í bókinni í túninu heima frá þeim sögum og rithöfundum sem Diljá les þegar hún er á svipuð- um aldri og Halldór var. Það er engin tilviljun að Diljá les sömu sögurnar og Halldór sjálfur. Diljá er fulltrúi Halldórs Laxness í Vefaranum. Það er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.