Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1992, Side 94

Andvari - 01.01.1992, Side 94
92 GUÐBJÖRG PÓRISDÓTTIR ANDVARI fleiri sem eiga erfitt með að elska en hinir sem geta látið sér þykja vænt um aðra. Olafur Kárason segir í Heimsljósi: Ég kalla það gott ef manneskjan fær að blómstra, þó ekki sé nema einn dag á ævi sinni. Hversu margir eru hinir ekki sem guð gaf aungva viðkvæmni og áttu aldrei bágt og töluðu aldrei saman, svo líf þeirra blómstraði ekki einusinni einn einasta dag. (12, bls. 94) Steinn Elliði er ólíkur Halldóri Laxness að því leyti að hann hefur ekki hæfileika til þess að elska. Hann fæst við skriftir eins og Halldór og margt er líkt með honum og Halldóri. En Halldór horfir á Stein Elliða úr fjarlægð og gerir hann ekki að neinni fyrirmyndarpersónu. Steinn Elliði nýtur þess að kvelja dýrin og fíflar vinnukonu foreldra sinna, sviftir hana meydómi sínum og lætur hana sverja sér tryggðir í munaðarvímunni. Halldór tekur afstöðu til eðlis mannsins í Vefaranum og hann er gagnrýninn á karlmann- inn, sem hefur þegar Vefarinn er skrifaður nýlega hætt að leika sér í stríðs- leik heimsstyrjaldarinnar fyrri. Hvað veldur slíkum harmleik annað en valdagræðgi og skortur mannsins á hæfileikanum til þess að elska? Lesand- inn spyr sig hver beri ábyrgðina á slíkum voða og hvers vegna guð geri ekkert í málinu. Guð getur ef til vill ekkert gert og maðurinn einn verður að taka afleiðingum gerða sinna. Maðurinn getur ekki borið ábyrgð á gerð- um sínum. Maðurinn er ekki einn því mennirnir eru margir og misjafnir. Margir eru þeir sem guð hefur ekki gefið neina viðkvæmni og ef guð skiptir sér ekkert af hegðun mannanna spyr lesandinn sig hvort eitthvert það afl sé til sem geti haft áhrif á manninn til batnaðar. Listamenn gegna umfram aðra því hlutverki að viðhalda vakandi hugsun og opna augu manna og kvenna fyrir því sem felst undir yfirborði sjálfsins og samfélaganna og forða þeim frá því að gleyma sér í nautnavímu. Máttur listarinnar er mikill. Um stund telur Steinn Elliði sig vera rithöfund en hann á ekkert erindi við lesendur sína annað en að segja þeim hvað hann sé merkilegur og vitur maður. Lesandinn sannfærist ekki um ágæti hans og efast um að Diljá sé eins lítil og skrýtin og ljóðmælandinn Steinn Elliði vill vera láta. Steinn Elliði hafnar að lokum listinni og finnur sér afsakanir sem henta honum til þess að losna við að horfast í augu við eigið getuleysi. Hann er bara barn sem vantar mömmu. Diljá gengur sína píslargöngu verkið á enda og trúir að hennar hamingja standi og falli með Steini Elliða. Ung reynir Diljá að setja saman sögur en hún ber sig saman við Stein Elliða sem hún lítur á sem stórskáld og trúir að sé skarpgáfaður. Diljá skortir trúna á sjálfa sig. Hún er ekki eina konan sem skortir þor til að ganga út á ritvöllinn. Þegar Halldór skrifar Vefarann er það ennþá fjær konum en nú er að gera ritstörf að ævistarfi. Hún setur \
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.