Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 101

Andvari - 01.01.1992, Page 101
ANDVARI LILJUGRÖS OG JÁRNINGAR 99 er hann ekkert annað og meira en slík táknmynd, að vísu táknmynd um leyndardóma sköpunarverksins. í vitund Munda og hans manna er Jökull- inn annað, í þeirra augum er hann orkustöð. Séra Jón hefur Jökulinn, hann býr við rætur hans og nýtur návistar hans líkt og hann nýtur návistar fuglanna. Hér er komið að því sem kallast í klaustraguðfræðinni vita contemplativa, hugleiðslan. Munda er hins vegar engin hugleiðsla í hug. Hann ætlar að nýta sér orku Jökulsins með aðferð- um vísinda og tækni, Jökullinn er ein af „íleiðslustöðvum Alhygðarinnar“ eins og hann orðar það (bls. 174). Hann á bágt með að skilja afstöðu séra Jóns sem kemur fram í þessum orðum hans: „Já það hefur ósköp góð áhrif á mann að sitja til að mynda hérna norðanvið túnhólinn þar sem ég hef skúrinn minn og horfa á jökulinn í góðu veðri“ (174).12 Séra Jón lifir í nánu sambandi við akursins liljugrös og fugla himinsins.13 Hvort tveggja gegnir miklu hlutverki í gangi sögunnar. Hér er sem sagt um að ræða það sem kalla mætti náttúrudulhyggju sem lýsir sér í löngun til samsemdar með náttúrunni, þrá til þess að renna saman við náttúruna eða allt að því. En þessi dulhyggja birtist átakalaust í lífsstíl séra Jóns, t.d. þeg- ar Umbi bókar: „Hvað sem guðfræði líður henda menn gaman að því undir Jökli, að þegar séra Jón fer milli bæa á þorranum, þá elta hann flokkar gaddhesta og snjótitlinga og jafnvel hrafnar; því hann heldur þessu fólki borð“ (bls. 130). Hér er dregin upp mynd af sóknarprestinum sem líkist ekki aðeins séra Halldóri Kolbeins í Flatey heldur minnir hún óneitanlega á verndardýrling skepnanna, heilagan Frans frá Assisi. Þjáningardulhyggja (vita activa) Framhald þessara orða Umba um gönguferðir séra Jóns leiðir svo að næsta atriði, þjáningardulhyggjunni: „Siðabreytni sem mótar hegðun séra Jóns kynni eftilvill að vera sótt í sampíníngarguðfræði 12tu aldar“ (bls. 130). Skömmu áður hafði Umbi sagt við séra Jón: „Afturámóti minnið þér mig á hamíngjusamar persónur úr helgimyndalist, - þær sem brosa meðan verið er að brytja þær í smátt“ (bls. 107). Hér er komið að kjarna málsins að mínu viti. Skal nú vikið að þessum atriðum nánar. Oftar en einu sinni er minnst á kristna dulhyggju í þessu verki sem mörgum öðrum verkum Halldórs. Hvergi eru tengslin þó jafn- augljós og hvergi er að mínu viti eins greinilegt að höfundur ætlar sér vís- vitandi að leiða lesandann á vit þjáningardulhyggjunnar. Hann nefnir ekki aðeins meinlætaguðfræði tólftu aldar heldur einnig fulltrúa svipaðra hug-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.