Andvari - 01.01.1992, Page 106
104
GUNNAR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Hann tekur þetta spaugilega samfélag samt gilt og glottir innra með sér,
hugsar: best að horfa aðeins á liljugrösin og skella sér svo í að járna dálítið.
Flutt á ráðstefnu Stofnunar Sigurðar Nordals um Halldór Laxness, 14.
júní 1992.
ATHUGASEMDIR
1. Sjá Grikklandsárið um kynni Halldórs Laxness af séra Halldóri Kolbeins, bls. 139-148.
Gunnar Kristjánsson: „Guðsmenn og grámosi. Um presta í íslenskum bókmenntum.'1
Andvari 1987.
2. A bls. 79 nefnir séra Jón Prímus séra Jens á Setbergi: „. . . eigi leið þú andskotann í
freistni einsog hann séra Jens heitinn á Setbergi var vanur að segja við menn.“ Og á bls.
190 segir séra Jón þegar Mundi biður hann að biðjast fyrir með sér: „Ég er bara laungu
kominn útúrðí. Séra Jens heitinn á Setbergi bað aldrei bæn, enda var hann heilagur
maður og spásagnamaður." Bls. 228 (líkræðan): „Alt þetta og meira til vissi séra Jens
heitinn á Setbergi." Aðrar tilvitnanir eru á bls. 98, 104, 167, 172, 181 og 230.
3. Jules Verne, Voyage au centre de la terre; Les indes noires (Reise zum Mittelpunkt der
Erde, Wien 1947).
4. Sjá umfjöllun Peters Hallberg í Skírni 1969, bls. 80-104: „Kristnihald undir Jökli.“ Sjá
einnig ritgerð Vésteins Ólasonar: „Ég tek það gilt.“ Afmœlisrit til dr. phil. Steingríms J.
Þorsteinssonar, prófessors. Reykjavík 1971, bls. 205-224.
5. Fjallræðuna er að finna í fimmta til sjöunda kafla Matteusarguðspjalls.
6. Halldór Laxness: Seiseijú mikil ósköp, Rvík 1977, bls. 79f. Framhald þessara orða er
þannig: „Hve fjarri menn eru því að skilja evangelíið nú á dögum, öðru nafni fagnaðar-
erindið, er það, þegar Dúfnaveislan mín var sýnd í Bergen, þá ályktaði höfuðblaðið í
evangelskasta landi heimsins, Aftenposten: „Pað er óhugsandi að boðskapur skáldsins
geti verið sá að fátækur maður sé sælli en sá sem brúkar penínga.““
7. Kaflinn úr fimmtugasta Davíðssálmi er þannig: „Fyrir þinna fórnfæringa sakir ávíta ég
þig ekki þvíað þínar brennifórnir eru jafnan fyrir minni augsýn; þvíað dýrin öll í skógin-
um eru mín; og kvikféð á fjöllunum þareð það geingur þúsundum til samans; alt fugla-
kyn þekki ég; akursins liljugrös eru hjá mér.“
8. Fleiri dæmi um íróníu: bls. 97 „Umbi: Ég vona að þér séuð þó séra Jón. Séra Jón: Það
er af og frá.“ Bls. 106: „Það er leiðinlegt að við skulum ekki blístra hvor á annan einsog
fuglarnir.“ Bls. 107: „Umbi: Er þá ekki búið að skapa heiminn? Séra Jón: Ég hélt það
væri verið að því. Hafið þér frétt það sé búið?“ Bls. 185: „Séra Jón: Ég hef þá teóríu að
vatn sé gott.“ Bls. 222: „Frá Lángvetníngi hefur sóknarpresti borist eftirfarandi skeyti
dagsett norður í Húnavatnssýslu: Harma að ná ekki greftrun. Vona að koma til upp-
risu. Hef selt hestana. Kær kveðja. Helgi á Torfhvalastöðum.“ Við kistulagningu
Munda vill brytinn fara með bæn, séra Jón færist undan („Æ ég er laungu kominn út-
úrðí með bænir“) svo brytinn fer með bænina: „Þá fór bötlerinn að tafsa í lágum hljóð-
um enska bæn, en mjög hratt, svo undirritaður fékk ekki gjörla greint hvortheldur það
var faðirvorið eða It's að long way til Tipperary“ (bls. 210).