Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1992, Side 107

Andvari - 01.01.1992, Side 107
ANDVARI LILJUGRÖS OG JÁRNINGAR 105 9. Uwe Jepp: „Ironie“ í Theologische Realenzyklopaedia. 10. Þessu efni hefur dr. Jakob Jónsson gert allítarleg skil í bók sinni Kímni og skop í Nýja testamentinu þar sem hann tekur m.a. Fjallræðuna fyrir og skýrir kímni og skop hennar með hliðsjón af gyðinglegum bókmenntum, einkum Talmud og Midras. 11. Orðin „Ég tek það gilt“ (182) eiga við Guð en jafnframt að því er virðist við sköpunar- verk Guðs. Síðar (bls. 297) segir séra Jón: „En ef þú tekur jarðlífið gilt á annað borð. . .“ (bls. 297). Þarna er með öðrum orðum á ferðinni hin gamla spurning um innihald og tilgang, baksviðið þekkir skáldið allvel, spurningar sem voru ofarlega á baugi á mótunarárum hans, tómhyggja og guðleysi, með þá Nietzsche og Schopenhauer í broddi fylkingar, enda er minnst á þá báða í verkinu (bls. 182). Séra Jón afneitar til- gangsleysinu, hann vísar þá ekki til kenninga heldur til reynslunnar, til sköpunarverks- ins, hann les þar (analogia entis) svörin út úr því sem hann sér: lambið leitar móður sinnar og jarmar uns það finnur hana (bls. 182). Hann spyr svo: „Að neita að taka það gilt, - við hvað er þá átt? Sjálfsmorð eða hvað“ (bls. 182). Spurningin um tilgangsleysi lífsins er fáránleg að dómi séra Jóns. Þetta er áreiðanlega viðhorf Halldórs einnig, hann hefur talað með vanþóknun um lífsviðhorf sem afneitar lífinu (Halldór Laxness, Dagur í senn. Rœður og rit. Reykjavík 1955, bls. 198). Mundi segir hins vegar: „Ég tek það ekki gilt John“ (bls. 175). 12. Sjá grein mína „Úr heimi Ljósvíkingsins“, Tímarit Máls og menningar 1972 þar sem fjallað er um náttúrumýstík í verkum Halldórs, m.a. um Jökulinn og kvenmyndir. 13. Á bls. 219 vitnar séra Jón í Davíðssálmana (50); Sjá athugasemd nr. 7. 14. Heilagur Jóhannes af Krossi fæddist 1524 í Avila, gekk 1563 í Karmelregluna sem hann reformeraði - ásamt heilagri Teresu - þrátt fýrir miklar ofsóknir og mótlæti. Rit um meinlæti og mýstík gerðu hann víðfrægan; hann dó 1591, tekinn í dýrlingatölu 1726. Heilög Theresa fæddist 1515 í Avila á Spáni og gekk 18 ára í Karmelítaklaustur, dó 1582 í Alba og tekin í dýrlingatölu 1622. Hún vann að siðbótum innan reglunnar. Skrif- aði merkilegar bækur um mýstík. Hún þjáðist af sjúkdómum og mótlæti. (Heimild: Reclams Lexikon der Heiligen und der biblischen Gestalten von Hiltgart L. Keller. 5. endurskoðaða útgáfa, Stuttgart 1984.) Á bls. 302 og næstu blaðsíðum les Úa ljóð Jóns af Krossi á spænsku. 15. Peter Hallberg, Vefarinn mikli I. bls. 99-103. 16. Sbr. Paul Tillich, A History of Christian Thought, London 1968, bls. 172ff. 17. Upprisan er þema í verkinu, ekki aðeins upprisan á vegum Munda og hans manna, hún kemur víðar fyrir, m.a. á bls. 315 þegar Úa segir við Umba sem hefur fellt ást til henn- ar: „Sjáið þér ekki yður sjálfan maður! Skiljið þér ekki að þér hafið vakið mig upp?“ 18. Salka Valka, 5. útg. 1989, bls. 386. 19. Á bls. 191 spyr Mundi hvort hann geti ekki keypt eitthvað handa honum, þá svarar séra Jón á sinn íróníska en um leið innihaldsríka hátt: „Þetta er fallega boðið og þér líkt Mundi minn. En ég get nú sosum látið þig hafa aura. Verst að mig vantar ekki neitt. Þó dettur mér í hug ef þú skyldir einhvers staðar í útlöndum rekast á vandaða hrossa- klóru. . .“ 20. Með sampíningarguðfræði 12tu aldar er vísað til heilags Bernhard de Clairvaux (1090- 1153) sem stofnaði munkareglu í Clairvaux árið 1115. Sú regla varð óhemjuáhrifamikil, fljótlega eftir stofnun hennar voru um 700 munkar í Clairvaux og meðan Bernhard var enn á lífi voru stofnuð hundrað og sextíu dótturhús. Bernhard var mýstíker og ritaði mikið um þau efni. Áhrif hans voru mikil og varanleg, ekki hvað síst á alla vestræna mýstík. Hann hafði bein áhrif á Thomas a Kempis og í Imitatio Christi er að finna kenningar hans, stundum orðréttar. (Omer Englebert, The Lives of the Saints, New
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.