Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 111

Andvari - 01.01.1992, Page 111
ANDVARI SAMRÆÐA UM LIST OG VÍSINDI 109 grein hafi sinn sérstaka hugsunarhátt: lögfræðingur, heimspekingur og líf- fræðingur sitja saman í nefnd, og hver þeirra lítur sínum augum á við- fangsefnin sem er stundum freistandi að rekja til fræðigreinanna þriggja. Eins og við getum einblínt á sérkenni hugsunarinnar má líta á fólk fyrst og fremst sem einstaklinga. En fyrir langt að komna erum við öll eins, í Súdan og Grímsnesinu. Sú er ein árátta heimspekings að nálgast viðfangsefni sín eins og hann væri langt að kominn, framandi gestur. Köllun hans er að gera jafnvel hversdagslegustu efni framandleg og þar með umhugsunarverð. Og þegar ég nálgast hugsunina úr hæfilegum fjarska virðist mér hún öll eins. Það er sama hvort slegin er nóta á hljóðfæri eða teiknað strik á blað og spurt hvernig haldið skuli áfram, hvort byrjað er „köllum 2, 3, 5, 7 . . . frumtöl- ur“ eða „Bölvuð sólin brennir allt“ og spurt hvernig haldið skuli áfram. Aframhald er orð í íslenzku. Þótt ég ali með mér heimspekilegar efasemdir um eðlishugtakið finnst mér freistandi að segja: eðli allrar hugsunar er áframhald. Framvinda. Stundum staldrar maður við í miðju kvæði eða miðju lagi og segir við sjálfan sig: „Hvernig er hægt að halda áfram eftir þetta?“ Og viti menn: almennileg skáld eða tónskáld geta haldið áfram jafnvel þótt þau séu komin á tindinn í miðju kafi. Það gegnir sama máli um snjallar hugmyndir eða röksemdafærslur í vísindum. II Sigurður. Því er haldið fram að listir og vísindi séu tvær greinar á sama meiði: skap- andi iðja - tvenns konar kraftbirting mannshugarins. En samt er að minni hyggju grundvallarmunur á: vísindin leitast við að finna eitthvað sem þegar er fyrir hendi, uppgötva lögmál náttúrunnar í öllum sínum myndum. Þess vegna búa vísindin við aðhald sannleikans - í vísindum er rétt og rangt al- gilt. í stærðfræði er sýnt fram á sannleiksgildið með aðferðum sönnunar eða afsönnunar, en í náttúruvísindum með tilraunum. Stærðfræðingar segja, að á Andrómedu sé nákvæmlega eins stærðfræði og hér á jörð, þann- ig að stærðfræðin er ekki einasta rökbundið kerfi, sem búið hefur verið til af mönnum, heldur er hún „algilt mynztur í tilverunni,“ ef svo má að orði komast. Eins er það með náttúruvísindin: þyngdaraflið verkar jafnt á fróða sem fáfróða, dautt efni og lifandi, og það er óleyst verkefni eðlisfræðinnar að skilja það til hlítar. Lífið hefur kviknað á jörðinni með einhverjum hætti og síðan þróazt, - ekki sízt fyrir daga Darwins (vegna þess hve margir þeir dagar voru) - og það er verkefni líffræði og jarðfræði að skilgreina það allt saman og skýra. Þessi ferli eru semsagt að verki óháð því hvaða hugmyndir menn kunna að gera sér um þau, en af öllum skýringum og skilgreiningum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.