Andvari - 01.01.1992, Qupperneq 112
110
ÞORSTEINN GYLFASON OG SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
ANDVARI
á hverju ferli er aðeins ein rétt - allar hinar eru rangar, þótt misrangar geti
verið. (Það er t.d. minna rangt að segja að 2 x 2 séu 3,997 en 17) og á end-
anum munu menn komast að hinu sanna. Darwin sagði eitthvað á þá leið,
að rangar kenningar séu meinlausar, því maður muni ganga undir manns
hönd við að afsanna þær, en rangar athuganir eða mælingar geti dregið
langan óhappahala á eftir sér.
í hvert sinn sem vísindamaður gerir uppgötvun, hafa orðið raunveruleg-
ar framfarir í vísindunum, við erum því skrefi nær fullkominni þekkingu,
og aldrei verður horfið til baka aftur til tímans fyrir þessa uppgötvun.
Með listir er þessu ólíkt farið, því í þeim er ekkert algilt rétt eða rangt,
fallegt eða ljótt. Japönum þykir öngl sitt fallegt af því þeir hafa alizt upp
með því, en okkur vestræn tónlist af sömu ástæðu. Og nú eru vaxnar úr
grasi barnaheimila- og popprásakynslóðir sem aðhyllast frumstæðan gít-
arslátt og grenj vegna síns „slæma“ uppeldis. Grikkir héldu að vísu, að til
væri algildur mælikvarði á fegurðina, t.d. gullinsnið, en ég er ekki trúaður
á slíkt. Þannig er fyrsti munurinn á vísindum og listum sá, að í vísindunum
er til óháður og algildur mælikvarði, en í listunum er hann í bezta lagi hug-
lægur. Af því leiðir, að í listum er tæplega hægt að tala um framfarir heldur
aðeins um breytingu: Beethoven er ekki betri en Bach, heldur yngri og
öðruvísi; Schubert, Wagner eða Brahms ekki betri en Beethoven, og Atli
Heimir ekki betri en Stravinsky eða Brahms. Allir kunnu eða kunna þessir
menn þó sitt fag og vissu deili á því sem á undan var gengið. í listunum,
eins og í tízkunni sem er náskyld, er kúnstin ekki nauðsynlega sú að byggja
ofan á það sem á undan var komið, heldur láta sér detta eitthvað „nýtt“ í
hug.
Auðvitað má hugsa sér framfarir í listum að því leyti, að tækni fer fram,
betri litir, betri strigi, ný og betri hljóðfæri - og rafeindatæknin býður upp
á möguleika sem hefðbundin hljóðfæri gerðu ekki, þannig að þar gæti orð-
ið um eitthvað raunverulega nýtt að ræða þann dag sem rafeindatónlistin
eignast sinn Bach. Og þar er komið að grundvallarmun lista og vísinda: svo
lengi sem list-tæknin breytist ekki að marki, fer ágæti listaverksins eftir at-
gjörvi listamannsins eins - listaverk er einstaklingsbundið afrek - þótt
formið fari eftir því á hvaða tíma listamaðurinn er uppi, nl. hvað er í tízku
á hverjum tíma. I vísindunum er þessu gerólíkt farið: á hverju stigi þekk-
ingarinnar er það ekki annað en tímaspursmál hvenær næsta uppgötvun
verður nauðsynleg afleiðing þess sem á undan var komið, og nánast tilvilj-
un hver gerir þá uppgötvun - Newton eða Leibnitz, Darwin eða Wallace.
Sumir halda því að vísu fram, að Einstein hafi verið svo sérstakur, að án
hans hefðu getað liðið áratugir eða jafnvel aldir áður en annar kæmi upp
með afstæðiskenninguna, en á það ætla ég ekki að leggja dóm. Á líkan hátt
er vafasamt að við hefðum eignazt „annan“ Jónas Hallgrímsson, en á þeim