Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 113

Andvari - 01.01.1992, Page 113
ANDVARI SAMRÆÐA UM LIST OG VÍSINDI 111 vettvangi skiptir ekki minnstu máli að réttur maður komi fram á réttum tíma - hefði Jónas (að öllu leyti genetískt eins) fæðzt 50 árum seinna er óvíst hvort hann hefði haft mikil áhrif, því tíðarandinn breyttist ekki síður á nítjándu öld en á hinni tuttugustu. Engar raunverulegar „framfarir“ geta orðið í listum fyrr en manninum sem tegund fer fram, sem verður varla meðan við lifum. En er þá niðurstaða þessara hugleiðinga sú að listir og vísindi séu af sama meiði eða ekki? Mér sýnist skyldleikinn vera sá, að hvort tveggja er iðkað af manninum einum. En kannski grundvallarmunurinn sé tvíþættur: vísindin taka eilífum framförum en listir eru „dans á staðnum“ eða tízku- bundnar sveiflur. Og takmark vísindanna er endanlegur sannleikur og skilningur, Iistanna tímabundin hughrif. III Porsteinn: Það er jafnsatt að ekkert er öðru líkt og hitt er að allt er eins og allt. Pess vegna ber mér að fallast á hvert einasta orð sem Sigurður hefur sagt. Auð- vitað verða ekki framfarir í listum eins og í vísindum, og auðvitað er til dæmis tónskáldi ekkert kappsmál að leiða sannindi í ljós þótt ekki megi gleyma því að Ijóðskáld kynni að láta sig dreyma um að segja sannleikann. Það er mikill munur á því hvernig við Sigurður nálgumst viðfangsefnið. Hann er að tala um höfuðskepnurnar List og Vísindi, og meira að segja um sögu þeirra frá öndverðu í viðbót. Ég var að hugsa um eina laglínu, eitt pennastrik, eina forsendu í ályktun. Svo fálmaði ég eftir rökum fyrir þeim grun að það sé sama hugsunin - sama sköpunargáfan - að verki í hverju þessara dæma. Vegna þess að það er alls staðar handverk sem beitt er í skiljanlegum (og stundum úthugsuðum) tilgangi, og vandinn er alls staðar áframhald eða framvinda. Þetta er mitt mál. Kannski hefur enginn áhuga á því annar en ég. Sigurður gerir það að höfuðatriði um vísindin að þau leiti sannleikans og búi við aðhald hans. Þau séu algild en listin afstæð. Nú mætti tala langt mál um afstæði og algildi því þau tvö eru einhver frægustu viðfangsefni heim- spekinnar í 2500 ár. En látum afstæðið og algildið liggja á milli hluta. Hyggjum heldur nánar að þeirri hugmynd að vísindin leiti sannleikans. Minnumst þess fyrst að Jónas Hallgrímsson minnist ekki á sannleikann þar sem hann lofsyngur vísindin: þau glæða orku, hressa hug, hvessa vilja og efla dáð. Þau segja ekki satt. Sigurður fer með sannleikann sem gersamlega sjálfsagðan hlut um vís- indin. Og það er freistandi að gera það með honum. Vísindi eru samkvæmt skilgreiningu þekkingarleit, og þekking er samkvæmt skilgreiningu sann-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.