Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 114

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 114
112 ÞORSTEINN GYLFASON OG SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI leikur. En við skulum reyna að standast þessa freistingu og byrja þá kann- ski á að minnast þess að það er ekki öll þekking eða vitneskja jafngóð frá vísindalegu sjónarmiði. Ekki einber fróðleikur til dæmis, af hvaða tæi sem vera skal. Símaskrár heimsins hafa ekkert gildi frá vísindalegu sjónarmiði að ég bezt veit, og samt eru þær fullar af sannindum um fólkið í heiminum og hagi þess. Svo að vísindin hirða ekki um „allan sannleikann“. Pau hirða ekki um „ekkert nema sannleikann“ heldur, því að þau eru sjálf barmafull af ein- földunum og ágizkunum, tilgátum og kenningum sem enginn veit hvort heldur eru réttar eða rangar. Og mun aldrei vita. Nú er ég á höttunum eftir þeirri hugsun að það sem máli skipti um vís- indin sé ekki sannleikur sem þau leiða í ljós, enda sé sannleikurinn sem slíkur alls ekki eftirsóknarverður, heldur sé keppikefli þeirra fyrst og fremst skilningur. Við viljum skilja. Við viljum fá skýringar á hlutunum: geimgeislum, líkamsstarfseminni, jarðsögunni. En ef ég fæ að segja að vís- indin séu leit að skilningi þá hættir það að blasa við að þau séu eðlisólík margri list að minnsta kosti. Sum list að minnsta kosti er leit að skilningi. Til dæmis er ekki nokkur vafi að við höfum mannskilning úr bókmenntum fyrst og fremst. Við höfum hann ekki úr sálarfræði og mannfræði. IV Sigurður: „Þekktu sjálfan þig“ segir máltæki, sem sýnir að á íslenzku getur sögnin að þekkja jafnframt þýtt að skilja. Pess vegna er leit að þekkingu í mínum huga ekki síður leit að skilningi, og við öldungis sammála í því atriði. Síma- skráin hefur náttúrlega ekkert með náttúruvísindi að gera, enda þótt það kynnu að þykja frambærileg hugvísindi að gera tíðnikönnun á nöfnum í þeirri skrá, eða eitthvað þ.u.l. En við erum semsagt sammála um það, þeg- ar öll orð hafa verið nægilega skilgreind, að vísindin búa við aðhald raun- veruleikans - hlutirnir eru með einhverjum hætti, og lögmál náttúrunnar sömuleiðis, hvaða hugmyndir sem menn kunna að gera sér um þau - en listirnar ekki. Par getur það meira að segja þótt sérlega listrænt að víkja frá raunveruleikanum, mála bláan hest eða konu með nefið á gagnauganu. Við getum líka verið sammála um það, að skáldsaga auki okkur skilning á manninum ekki síður en sameindakenningin um lofttegundir eykur skiln- ing á hegðun lofttegunda. En þó er munur á: með Sjálfstæðu fólki Kiljans eða Fávita Dostojevskís bætist ekkert við skilning okkar á manninum urn- fram það sem þegar var komið fram í Dæmisögum Esóps eða Biblíunni eða Njálu. Hér ber því aftur að sama brunni: væri markmið listanna hið sama og vísindanna - skilningur - þá væri það mál afgreitt fyrir löngu og lista-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.