Andvari - 01.01.1992, Side 117
andvari
SAMRÆÐA UM LIST OG VISINDI
115
dæminu réttilega með því að segja að símaskrár hafi ekkert með náttúru-
vísindi að gera. Þá er að taka önnur dæmi af vitneskju eða fróðleik. Úr-
smiður nokkur í Reykjavík hélt í áratugi dagbók yfir fylgnina með fjölda
sprunginna fjaðra í úrum bæjarbúa og breytingum á loftþrýstingi sem hann
hafði fyrir sér á loftvog á verkstæði sínu. Annar nafnkunnur Reykvíkingur
hélt dagbók í jafnmarga áratugi um krókusa í görðum í Reykjavík. Hann
skráði hjá sér hvenær þeir gægðust upp úr jörðinni á vorin. Ég held því
fram að dagbækur þessara ágætu manna hafi ekkert vísindalegt gildi þótt
þær fjalli um virðuleg vísindaleg efni eins og loftþrýsting og vorgróður.
(Mér hefði þótt gaman að sjá Sigurð hafa gert annanhvorn eða báða að
heiðursdoktorum fyrir það sem eftir þá liggur.) Og þetta vil ég hafa til
marks um að það sé villandi - en ekki þar fyrir rangt eða að minnsta kosti
ekki alrangt - að segja leitina að sannleikanum vera aðalsmerki vísindanna
öllu öðru fremur.
Ég hef gefið tvennu undir fótinn. í fyrra lagi því að það er að minnsta
kosti oft sambærileg hugsun að verki í vísindalegri uppgötvun og í tónsmíð
eða kvæði. Sumar vísindalegar uppgötvanir sem ég hef lesið um - greining-
in á ofurleiðurum frá allra síðustu árum, eða uppgötvun Watsons og Cricks
á músastiganum sem ég kalla og Sigurður nefndi gormana góðu, og hell-
ingur af uppgötvunum sem verið er að gera á þúsundum rannsóknastofa
um allan heim á hverjum degi þykist ég vita því að ég er ekki að hugsa fyrst
og fremst um vísindaleg afrek - eru sambærilegar við það að finna rétta
rímorðaröð fyrir sonnettu eða rétta hljómaröð fyrir sónötubút: að reyna að
fá hlutina til að falla saman í einfalt, fallegt kerfi, samstæða heild.
í síðara lagi hef ég gælt við þá hugsun að þó svo að listir skeyti oft ekki
um sannleikann - raunsæjar skáldsögur og landslagsmálverk eru þó minnis-
verðar undantekningar - þá skeyta þær um skilning í mörgum skilningi og
að mörgu leyti. Og það gera vísindin einmitt líka. En ég legg ríka áherzlu á
að skilningur er margvíslegur. Það er ekkert eitt sem heitir að skilja: að
skilja sólkerfið, skilja vél, skilja kvæði, skilja sönnun í stærðfræði, skilja
annað fólk, skilja málið sem við tölum. En mér finnst það markverð at-
hugasemd að list er öðrum þræði skilningsþraut - alveg eins og vísindi - og
stundum er hún, eins og vísindin, tæki til að skilja eitthvað annað líka, að
minnsta kosti til að sjá það í nýju Ijósi, til dæmis mosa, götu eða ský sem
listmálari fæst við að ná tökum á.
Annars veik Sigurður að öðru efni: sambandi nútímalistar við vísindi og
sérstaklega þó tækni sem oft er talin óaðskiljanleg frá vísindum. Ég á engin
svör við uppástungum Sigurðar um rafeindatónlist eða klessumálverk. Ég
hef ekki hugboð um af hverju nútímalist er eins og hún er. Nema að einu
leyti. Þessi list á sér samfellda sögu, og það er að minnsta kosti svolítið vit í
þeirri sögu. Til dæmis er mikið vit í sögu myndlistarinnar í Evrópu síðustu