Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1992, Side 139

Andvari - 01.01.1992, Side 139
ANDVARI AFREK I ISLENSKUM MENNTUM 137 IV Meðan þessu fór fram tóku að birtast þýðingar Helga Hálfdanarsonar í bundnu máli: Árið 1975 Antígóna eftir Sófókles, 1978 Ödípús konungur eftir Sófókles, 1979 Ödípús í Kólónos eftir Sófókles, og Óresteia eftir Æs- kílos 1983.2y Friðrik Fórðarson ritaði formála að Antígónu og Sigfús Daða- son að Óresteiu. Stuttar skýringar og athugasemdir eru aftan við texta leik- ritanna um Ödípús og stuttur eftirmáli til skýringar aftan við texta Órest- eiunnar. - Loks fyrir tveim árum, 1990, kom út heildarútgáfa grísku harmleikjanna í þýðingu Helga á bundið mál.30 í henni eru öll varðveitt leikrit skáldanna þriggja, nema hvað harmleikurinn „Nauðleitira eftir Evrí- pídes hefir einhverra hluta vegna orðið útundan. Leikrit þeirra þremenninga eru frábær og fágætur ávöxtur sem spratt úr frjóum moldum aþensks lýðræðis. Harmleikir þeirra þóttu bera svo af að þeir einir eru varðveittir. Þeir sem á undan komu og á eftir fóru féllu í skugga og glötuðust. Aiskhýlos var elstur skáldanna, fæddist um það bil 525 árum fyrir Krists burð. Hann var um 15 ára aldur þegar Aþeningar risu gegn harðstjórn og stofnuðu fyrsta lýðræðisríki sem sögur fara af. 35 ára gamall varði hann það persneskri innrás með vopn í hendi ásamt löndum sínum á Maraþon- völlum, og 10 árum síðar var hann meðal þeirra sem endanlega hrundu árás stórveldisins í austri í sjóorrustu á sundinu við Salamis og í fótgöngu- liðsorrustunni við Plateau. Hreystileg framganga hans var rómuð. Honum og samherjum hans er það að þakka að hin nýja stjórnskipan tortímdist ekki. Ef þeirra hefði ekki notið við væri vestræn menning ekki með þeim svip sem hún ber. - En Aiskhýlos var ekki aðeins hraustur hermaður og ódeigur vörður lýðræðis. Hann var einnig einn snjöllustu skálda sem heim- urinn hefur alið. í Aþenu var keppt árlega um hver semdi besta harmleik- inn guðinum Dionýsosi til heiðurs á hátíð hans. Prír komust í úrslit. Leikrit hvers þeirra, fjögur að tölu, voru sýnd almenningi. Hver þeirra sýndi öll leikrit sín samdægurs, og þannig gekk á stöðugum leiksýningum þrjá daga samfleytt. Síðan var dæmt um hver væri bestur, næstbestur og sístur. Aisk- hýlos tók fyrst svo vitað sé þátt í slíkri keppni um 499 f. Kr., en fór fyrst með sigur af hólmi 15 árum sfðar og a.m.k. ellefu sinnum eftir það. Hann mun hafa látist um 69 ára aldur, laust fyrir miðja 5. öld f. Kr. Árið 468 f. Kr. beið gamla kempan óvænt ósigur fyrir yngri keppinauti. Það var gæfumaðurinn Sófókles. Hann er talinn hafa fæðst um 496 f. Kr., stundaði ungur leiklist, en gerðist síðan snjallt leikritaskáld og vann a.m.k. 18 sigra, hinn fyrsta 468. Sófókles var manna fríðastur og vörpulegastur, leikrit hans votta gáfur hans og mannúð, og gæflyndi hans var við brugðið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.