Andvari - 01.01.1992, Page 139
ANDVARI
AFREK I ISLENSKUM MENNTUM
137
IV
Meðan þessu fór fram tóku að birtast þýðingar Helga Hálfdanarsonar í
bundnu máli: Árið 1975 Antígóna eftir Sófókles, 1978 Ödípús konungur
eftir Sófókles, 1979 Ödípús í Kólónos eftir Sófókles, og Óresteia eftir Æs-
kílos 1983.2y Friðrik Fórðarson ritaði formála að Antígónu og Sigfús Daða-
son að Óresteiu. Stuttar skýringar og athugasemdir eru aftan við texta leik-
ritanna um Ödípús og stuttur eftirmáli til skýringar aftan við texta Órest-
eiunnar. - Loks fyrir tveim árum, 1990, kom út heildarútgáfa grísku
harmleikjanna í þýðingu Helga á bundið mál.30 í henni eru öll varðveitt
leikrit skáldanna þriggja, nema hvað harmleikurinn „Nauðleitira eftir Evrí-
pídes hefir einhverra hluta vegna orðið útundan.
Leikrit þeirra þremenninga eru frábær og fágætur ávöxtur sem spratt úr
frjóum moldum aþensks lýðræðis. Harmleikir þeirra þóttu bera svo af að
þeir einir eru varðveittir. Þeir sem á undan komu og á eftir fóru féllu í
skugga og glötuðust.
Aiskhýlos var elstur skáldanna, fæddist um það bil 525 árum fyrir Krists
burð. Hann var um 15 ára aldur þegar Aþeningar risu gegn harðstjórn og
stofnuðu fyrsta lýðræðisríki sem sögur fara af. 35 ára gamall varði hann
það persneskri innrás með vopn í hendi ásamt löndum sínum á Maraþon-
völlum, og 10 árum síðar var hann meðal þeirra sem endanlega hrundu
árás stórveldisins í austri í sjóorrustu á sundinu við Salamis og í fótgöngu-
liðsorrustunni við Plateau. Hreystileg framganga hans var rómuð. Honum
og samherjum hans er það að þakka að hin nýja stjórnskipan tortímdist
ekki. Ef þeirra hefði ekki notið við væri vestræn menning ekki með þeim
svip sem hún ber. - En Aiskhýlos var ekki aðeins hraustur hermaður og
ódeigur vörður lýðræðis. Hann var einnig einn snjöllustu skálda sem heim-
urinn hefur alið. í Aþenu var keppt árlega um hver semdi besta harmleik-
inn guðinum Dionýsosi til heiðurs á hátíð hans. Prír komust í úrslit. Leikrit
hvers þeirra, fjögur að tölu, voru sýnd almenningi. Hver þeirra sýndi öll
leikrit sín samdægurs, og þannig gekk á stöðugum leiksýningum þrjá daga
samfleytt. Síðan var dæmt um hver væri bestur, næstbestur og sístur. Aisk-
hýlos tók fyrst svo vitað sé þátt í slíkri keppni um 499 f. Kr., en fór fyrst
með sigur af hólmi 15 árum sfðar og a.m.k. ellefu sinnum eftir það. Hann
mun hafa látist um 69 ára aldur, laust fyrir miðja 5. öld f. Kr.
Árið 468 f. Kr. beið gamla kempan óvænt ósigur fyrir yngri keppinauti.
Það var gæfumaðurinn Sófókles. Hann er talinn hafa fæðst um 496 f. Kr.,
stundaði ungur leiklist, en gerðist síðan snjallt leikritaskáld og vann a.m.k.
18 sigra, hinn fyrsta 468. Sófókles var manna fríðastur og vörpulegastur,
leikrit hans votta gáfur hans og mannúð, og gæflyndi hans var við brugðið.