Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 144

Andvari - 01.01.1992, Page 144
142 EYJÓLFUR KOLBEINS ANDVARI osar; bls. 568, 1. 576 Píþíu, les Fíþíu; bls. 763, 1. 687 Kókosi, les Fókosi; bls. 817, 1. 1457 Pentosar, les Pontosar; bls. 851, 1. 981 Elólíu, les Etólíu; bls. 930, 1. 722 Argos, les Ares; bls. 1083, 1. 1291 Antejon, les Aktejon. Petta er illa farið. Hins vegar er þakkarvert að grísk nöfn skuli vera rituð með „í“ þar sem „y“ er á frummálinu. Pað mun vera þýðanda að þakka43 og hefir ugglaust hindrað frekara brengl. Að þessum mistökum frátöldum, sem raunar vega ekki þungt þegar á heildina er litið, verðskuldar útgefandi þakkir fyrir fagran frágang. VII Helgi getur þess í eftirmála að þýtt sé úr þýðingum annarra og ekki gríska textanum. Á þeim forsendum verður að dæma árangurinn. Pess er þá fyrst að geta að þýtt er af dæmafáum hagleik. Þýðandinn hefir sigrast á þeim vanda að fella íslenskt mál hnökralaust að jambískum sexliðahætti, og af samanburði við eldri þýðingar má ráða að það muni ekki áhlaupaverk og ekki á allra færi. Hann byrjar sexliðalínu á einkvæðum orðum til að hljóm- fall verði rísandi, þó er ekki að sjá að orðaröð verði ankannaleg af þeim sökum. Úrfellingar eru fátíðar og lýtalausar, og ekki verður hnotið um þrí- liði. Oftast er hver ljóðlína sér um stuðla, en stöku sinnum stuðlar hann saman tvær og tvær. Hljómfall verður þægilegt og eðlilegt. í samtölum bregða skáldin stundum fyrir sig ögn lengri ljóðlínu með hnígandi hrynj- andi, svonefndri trókaískri (þ.e. úr réttum tvíliðum) áttaliðalínu stýfðri. Helgi snarar einnig þeim bragarhætti á íslensku og tekst engu síður við hann en sexliðalínuna. Löng og stutt atkvæði skiptust á með reglubundnum hætti þegar Grikkir ortu. Hljómfallið byggðist á breytilegri atkvæðalengd. í íslenskum kveð- skap mynda háttbundin víxl áherslu- og áherslulausra atkvæða svipaða hrynjandi. En þó er engan veginn vandalaust að líkja eftir grísku bragar- háttunum á íslensku. í hverju ósamsettu íslensku orði er ein megináhersla, og jafnan á fyrsta atkvæði. í grískum orðum gátu atkvæði verið löng eða stutt hvar í orðinu sem var og mörg eða fá eftir atvikum, svo orð gat verið fleiri en einn bragliður ef verkast vildi. Þegar grunneining ljóðlínu er að- eins tveggja atkvæða bragliður, réttur (trókaíos) eða öfugur (jambos) tví- liður, og annað atkvæðið verður að bera áherslu, eru tormerki á að nota önnur íslensk orð en ein- og tvíkvæð, nema samsett séu, og þá verður að gæta þess að síðara áhersluatkvæði orðsins lendi í lágkveðu. Þríkvæð og ósamsett orð er hægt að nota í lok ljóðlínu ef hún endar á hljómfallinu -<d- eins og jambískur háttur og stýfður trókaískur háttur. Þetta eru örfá þeirra vandamála sem ráða þarf fram úr þegar forngrískir bragarhættir eru stældir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.