Andvari - 01.01.1992, Page 144
142
EYJÓLFUR KOLBEINS
ANDVARI
osar; bls. 568, 1. 576 Píþíu, les Fíþíu; bls. 763, 1. 687 Kókosi, les Fókosi;
bls. 817, 1. 1457 Pentosar, les Pontosar; bls. 851, 1. 981 Elólíu, les Etólíu;
bls. 930, 1. 722 Argos, les Ares; bls. 1083, 1. 1291 Antejon, les Aktejon.
Petta er illa farið. Hins vegar er þakkarvert að grísk nöfn skuli vera rituð
með „í“ þar sem „y“ er á frummálinu. Pað mun vera þýðanda að þakka43
og hefir ugglaust hindrað frekara brengl. Að þessum mistökum frátöldum,
sem raunar vega ekki þungt þegar á heildina er litið, verðskuldar útgefandi
þakkir fyrir fagran frágang.
VII
Helgi getur þess í eftirmála að þýtt sé úr þýðingum annarra og ekki gríska
textanum. Á þeim forsendum verður að dæma árangurinn. Pess er þá fyrst
að geta að þýtt er af dæmafáum hagleik. Þýðandinn hefir sigrast á þeim
vanda að fella íslenskt mál hnökralaust að jambískum sexliðahætti, og af
samanburði við eldri þýðingar má ráða að það muni ekki áhlaupaverk og
ekki á allra færi. Hann byrjar sexliðalínu á einkvæðum orðum til að hljóm-
fall verði rísandi, þó er ekki að sjá að orðaröð verði ankannaleg af þeim
sökum. Úrfellingar eru fátíðar og lýtalausar, og ekki verður hnotið um þrí-
liði. Oftast er hver ljóðlína sér um stuðla, en stöku sinnum stuðlar hann
saman tvær og tvær. Hljómfall verður þægilegt og eðlilegt. í samtölum
bregða skáldin stundum fyrir sig ögn lengri ljóðlínu með hnígandi hrynj-
andi, svonefndri trókaískri (þ.e. úr réttum tvíliðum) áttaliðalínu stýfðri.
Helgi snarar einnig þeim bragarhætti á íslensku og tekst engu síður við
hann en sexliðalínuna.
Löng og stutt atkvæði skiptust á með reglubundnum hætti þegar Grikkir
ortu. Hljómfallið byggðist á breytilegri atkvæðalengd. í íslenskum kveð-
skap mynda háttbundin víxl áherslu- og áherslulausra atkvæða svipaða
hrynjandi. En þó er engan veginn vandalaust að líkja eftir grísku bragar-
háttunum á íslensku. í hverju ósamsettu íslensku orði er ein megináhersla,
og jafnan á fyrsta atkvæði. í grískum orðum gátu atkvæði verið löng eða
stutt hvar í orðinu sem var og mörg eða fá eftir atvikum, svo orð gat verið
fleiri en einn bragliður ef verkast vildi. Þegar grunneining ljóðlínu er að-
eins tveggja atkvæða bragliður, réttur (trókaíos) eða öfugur (jambos) tví-
liður, og annað atkvæðið verður að bera áherslu, eru tormerki á að nota
önnur íslensk orð en ein- og tvíkvæð, nema samsett séu, og þá verður að
gæta þess að síðara áhersluatkvæði orðsins lendi í lágkveðu. Þríkvæð og
ósamsett orð er hægt að nota í lok ljóðlínu ef hún endar á hljómfallinu -<d-
eins og jambískur háttur og stýfður trókaískur háttur. Þetta eru örfá þeirra
vandamála sem ráða þarf fram úr þegar forngrískir bragarhættir eru stældir